Lífið

Milljónir kvöddu Clarkson

Guðrún Ansnes skrifar
Clarkson birtist í sínum síðasta þætti af Top Gear á sunnudag. Áhorfið var gríðarlegt.
Clarkson birtist í sínum síðasta þætti af Top Gear á sunnudag. Áhorfið var gríðarlegt.
Síðasti þáttur hinna geysivinsælu Top Gear, þar sem allir þáttarstjórnendurnir, Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, voru samankomnir, fór í loftið á BBC-sjónvarpsstöðinni á sunnudaginn.

Má með sanni segja að aðdáendur hafi hrannast fyrir framan viðtækin, en gert er ráð fyrir að alls hafi hátt í fimm og hálf milljón manna horft á tríóið, eða um tuttugu og þrjú prósent þeirra sem horfðu á sjónvarpið í Bretlandi umrætt kvöld, en um er að ræða síðasta þáttinn þar sem Clarkson er innanborðs.

Sagðist Clarkson, sem rekinn var frá þáttunum eftir að hafa gengið berserksgang á setti, á Twitter vera afar leiður yfir að síðasta þætti Top Gear væri lokið, og þætti miður að svona hefði þurft að fara.

Þættirnir munu svo birtast áhorfendum aftur í haust, og er hávær orðrómur um að útvarps-og sjónvarpsstjarnan Chris Evan muni fylla skarð Clarksons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.