Getur ekki hætt að vinna í Facebook-leikjum Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. júlí 2015 09:30 Erna Margrét Oddsdóttir er hér alsæl með sinn nýjasta vinning. Hún er að jafnaði önnum kafin því hún er eigandi verslunarinnar Gryfjunnar og verslunarstjóri í Gyllta kettinum en stelst þó stundum til þess að taka þátt í netleikjum. vísir/ernir „Ég er ekkert að þefa uppi þessa leiki en þegar ég tek þátt þá vinn ég örugglega í svona 70 prósentum tilfella,“ segir hin 25 ára gamla Erna Margrét Oddsdóttir. Það hefur vakið athygli hversu heppin hún er í hinum ýmsu leikjum sem í boði eru á Facebook og öðrum stöðum en hún var einmitt að sækja nýjasta vinninginn þegar blaðamaður náði tali að henni. „Ég er ekkert það mikið að taka þátt í svona leikjum en ég hef unnið þó nokkra leiki á Facebook,“ bætir Erna Margrét við. Hún er að jafnaði önnum kafin þar sem hún er eigandi verslunarinnar Gryfjunnar og verslunarstjóri í Gyllta kettinum. „Þessa á milli reyni ég að taka þátt í leikjum,“ bætir Erna Margrét við og glottir. Hún segist alla tíð hafa verið heppin í spilum og leikjum sem slíkum. „Ég hef alltaf verið svona heppin. Bæði þegar það er verið að draga út svona vinningshafa og líka þegar ég hef farið í bingó, ég veit ekki hvað veldur þessu,“ segir Erna Margrét og hlær. Spurð út í þá gömlu mýtu sem segir að þeir sem heppnir eru í spilum séu óheppnir í ástum hefur Erna Margrét þetta að segja: „Hvað er það að vera heppin í ástum? Ég á allavega ekki kærasta.“ Þá eru vinkonur hennar duglegar við að biðja hana um að taka þátt í hinum ýmsu leikjum svo líkurnar á vinningi séu enn meiri. „Þær hafa trú á mér og þessari heppni,“ bætir Erna Margrét létt í lundu. Af þeim fjölmörgu vinningum sem hún hefur unnið þá er einn sérlega sætur sem stendur upp úr. „Eftirlætisvinningurinn er vinningur sem ég vann árið 2011. Þá vann ég miða á Þjóðhátíð í Eyjum, með uppihaldi og öllu. Það var hugsað mjög vel um okkur og ferðin var frábær í alla staði,“ útskýrir hún. Erna Margrét nennir þó sjaldnast að taka þátt í leikjum ef hún þarf að hafa mikið fyrir þátttökunni. „Ég nenni ekki að þurfa að hafa fyrir þessu og tek frekar þátt í leikjum þar sem ég skrái nafn og kennitölu og þess háttar. Ég hef einu sinni lagt mikið á mig og það var þegar ég vann í Þjóðhátíðarleiknum 2011. Þá þurfti ég að keppast um að fá flest læk á einhverja mynd.“ Hún hefur unnið ýmsa vinninga, eins og snyrtivörur, flöskuborð og miða á ýmsar skemmtanir. Hefurðu tölu á hve marga vinninga þú hefur unnið síðasta hálfa árið? „Allavega svona fimm eða sex, ég tek þetta í svona törnum.“ Hún hefur þó lent í klóm aðila sem ekki hafa staðið við sinn hlut og ekki afhent vinningana. „Ég vann utanlandsferð frá hamborgarastað sem er nú staðsettur á Spáni. Þar átti ég að láta sem flesta líka við síðuna þeirra og ég vann það en fékk aldrei vinninginn. Þessi leikur var fyrir þremur árum. Það eru virkilega slæmir viðskiptahættir að svíkja svona og ég vona að þeir lesi þetta og skammist sín.“ Hún er þó alsæl í dag og vann í fyrradag þrjá miða á upphitunarskemmtun fyrir Þjóðhátíð í Eyjum, sem fram fór í Viðey í gær. Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
„Ég er ekkert að þefa uppi þessa leiki en þegar ég tek þátt þá vinn ég örugglega í svona 70 prósentum tilfella,“ segir hin 25 ára gamla Erna Margrét Oddsdóttir. Það hefur vakið athygli hversu heppin hún er í hinum ýmsu leikjum sem í boði eru á Facebook og öðrum stöðum en hún var einmitt að sækja nýjasta vinninginn þegar blaðamaður náði tali að henni. „Ég er ekkert það mikið að taka þátt í svona leikjum en ég hef unnið þó nokkra leiki á Facebook,“ bætir Erna Margrét við. Hún er að jafnaði önnum kafin þar sem hún er eigandi verslunarinnar Gryfjunnar og verslunarstjóri í Gyllta kettinum. „Þessa á milli reyni ég að taka þátt í leikjum,“ bætir Erna Margrét við og glottir. Hún segist alla tíð hafa verið heppin í spilum og leikjum sem slíkum. „Ég hef alltaf verið svona heppin. Bæði þegar það er verið að draga út svona vinningshafa og líka þegar ég hef farið í bingó, ég veit ekki hvað veldur þessu,“ segir Erna Margrét og hlær. Spurð út í þá gömlu mýtu sem segir að þeir sem heppnir eru í spilum séu óheppnir í ástum hefur Erna Margrét þetta að segja: „Hvað er það að vera heppin í ástum? Ég á allavega ekki kærasta.“ Þá eru vinkonur hennar duglegar við að biðja hana um að taka þátt í hinum ýmsu leikjum svo líkurnar á vinningi séu enn meiri. „Þær hafa trú á mér og þessari heppni,“ bætir Erna Margrét létt í lundu. Af þeim fjölmörgu vinningum sem hún hefur unnið þá er einn sérlega sætur sem stendur upp úr. „Eftirlætisvinningurinn er vinningur sem ég vann árið 2011. Þá vann ég miða á Þjóðhátíð í Eyjum, með uppihaldi og öllu. Það var hugsað mjög vel um okkur og ferðin var frábær í alla staði,“ útskýrir hún. Erna Margrét nennir þó sjaldnast að taka þátt í leikjum ef hún þarf að hafa mikið fyrir þátttökunni. „Ég nenni ekki að þurfa að hafa fyrir þessu og tek frekar þátt í leikjum þar sem ég skrái nafn og kennitölu og þess háttar. Ég hef einu sinni lagt mikið á mig og það var þegar ég vann í Þjóðhátíðarleiknum 2011. Þá þurfti ég að keppast um að fá flest læk á einhverja mynd.“ Hún hefur unnið ýmsa vinninga, eins og snyrtivörur, flöskuborð og miða á ýmsar skemmtanir. Hefurðu tölu á hve marga vinninga þú hefur unnið síðasta hálfa árið? „Allavega svona fimm eða sex, ég tek þetta í svona törnum.“ Hún hefur þó lent í klóm aðila sem ekki hafa staðið við sinn hlut og ekki afhent vinningana. „Ég vann utanlandsferð frá hamborgarastað sem er nú staðsettur á Spáni. Þar átti ég að láta sem flesta líka við síðuna þeirra og ég vann það en fékk aldrei vinninginn. Þessi leikur var fyrir þremur árum. Það eru virkilega slæmir viðskiptahættir að svíkja svona og ég vona að þeir lesi þetta og skammist sín.“ Hún er þó alsæl í dag og vann í fyrradag þrjá miða á upphitunarskemmtun fyrir Þjóðhátíð í Eyjum, sem fram fór í Viðey í gær.
Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið