Þegar löggan böstaði landsfund Pawel Bartoszek skrifar 4. júlí 2015 07:00 Vorið 2009 sat ég landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ég man hvernig, í miðri ræðunni þar sem einhver sagði að Jóhanna Sigurðardóttir væri eins og álfur í framan, að tuttugu lögreglumenn ruddust í salinn með hunda og gengu rösklega á milli borða í leit að hassi. Af og til drógu þeir einn landsfundarfulltrúa út og tóku hann afsíðis. Sumir mótmæltu, aðrir hlýddu. Sumir komu aftur eftir nokkrar mínútur. Aðrir komu ekki til baka þá helgina. Þetta dró aðeins úr stemningunni en hvað getur maður gert? Skipuleg eiturlyfjaleit á opinberum samkomum er líklegast komin til að vera. Ég man þegar okkur stærðfræðingum var orðið nóg boðið eftir enn eina rassíuna á Norrænu stærðfræðiráðstefnunni og við fengum Snarrótina til að halda fund: „Þekktu þinn rétt á stærðfræðiráðstefnum.“ Þar var kennt hvenær á að samþykkja leit og svona. Það er auðvitað bagalegt að þurfa að standa í svona mannréttindastappi en hvað getur maður gert? Ég fór nýlega á árshátíð í banka þar sem konan mín vinnur. Mér er sérstaklega minnisstætt hvernig sýnileg viðvera fíkniefnalögreglunnar setti svip sinn á skemmtihaldið. Bæði stóðu lögreglumenn með hunda við innganginn og leituðu á fólki þegar það mætti til borðhalds, en einnig voru margir vatnsgreiddir leynilögreglumenn í Dressmann-jakkafötum sem fylgdust grannt með hvort nokkur væri að selja „bankabygg“. Þetta dró aðeins úr stuðinu en hvað getur maður svo sem gert? Og svo auðvitað tónlistarhátíðirnar. Handahófskennd líkamsleit. Fíkniefnahundar. Löggur á hverju strái. Fólk í móðursýkiskasti að ásaka hvert annað um að vera „undercover“. Endalaus dópumræða í fjölmiðlum. Þetta dregur vissulega úr gleðinni. En hvað getur maður svo sem gert? Þótt fyrstu þrjú dæmin séu uppspuni þykist ég vita að á öllum þessum stöðum hefðu eiturlyf fundist ef þeirra hefði verið leitað. Þar sem nokkur hundruð manns koma saman til að lyfta sér upp muntu finna eitthvað ólöglegt ef þú leitar nógu vel. En á þremur fyrstu stöðunum er, af einhverjum ástæðum, aldrei leitað. Þetta er dálítið asnalegt. En hvað getur maður svo sem gert… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun
Vorið 2009 sat ég landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ég man hvernig, í miðri ræðunni þar sem einhver sagði að Jóhanna Sigurðardóttir væri eins og álfur í framan, að tuttugu lögreglumenn ruddust í salinn með hunda og gengu rösklega á milli borða í leit að hassi. Af og til drógu þeir einn landsfundarfulltrúa út og tóku hann afsíðis. Sumir mótmæltu, aðrir hlýddu. Sumir komu aftur eftir nokkrar mínútur. Aðrir komu ekki til baka þá helgina. Þetta dró aðeins úr stemningunni en hvað getur maður gert? Skipuleg eiturlyfjaleit á opinberum samkomum er líklegast komin til að vera. Ég man þegar okkur stærðfræðingum var orðið nóg boðið eftir enn eina rassíuna á Norrænu stærðfræðiráðstefnunni og við fengum Snarrótina til að halda fund: „Þekktu þinn rétt á stærðfræðiráðstefnum.“ Þar var kennt hvenær á að samþykkja leit og svona. Það er auðvitað bagalegt að þurfa að standa í svona mannréttindastappi en hvað getur maður gert? Ég fór nýlega á árshátíð í banka þar sem konan mín vinnur. Mér er sérstaklega minnisstætt hvernig sýnileg viðvera fíkniefnalögreglunnar setti svip sinn á skemmtihaldið. Bæði stóðu lögreglumenn með hunda við innganginn og leituðu á fólki þegar það mætti til borðhalds, en einnig voru margir vatnsgreiddir leynilögreglumenn í Dressmann-jakkafötum sem fylgdust grannt með hvort nokkur væri að selja „bankabygg“. Þetta dró aðeins úr stuðinu en hvað getur maður svo sem gert? Og svo auðvitað tónlistarhátíðirnar. Handahófskennd líkamsleit. Fíkniefnahundar. Löggur á hverju strái. Fólk í móðursýkiskasti að ásaka hvert annað um að vera „undercover“. Endalaus dópumræða í fjölmiðlum. Þetta dregur vissulega úr gleðinni. En hvað getur maður svo sem gert? Þótt fyrstu þrjú dæmin séu uppspuni þykist ég vita að á öllum þessum stöðum hefðu eiturlyf fundist ef þeirra hefði verið leitað. Þar sem nokkur hundruð manns koma saman til að lyfta sér upp muntu finna eitthvað ólöglegt ef þú leitar nógu vel. En á þremur fyrstu stöðunum er, af einhverjum ástæðum, aldrei leitað. Þetta er dálítið asnalegt. En hvað getur maður svo sem gert…
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun