Hlekkir nýlenduhugsunarháttar Skjóðan skrifar 8. júlí 2015 12:00 Allt hefur sinn stað og sinn tíma. Líka orkufrek stóriðja. Á sjöunda áratug síðustu aldar var það kærkomin viðbót við einhæft atvinnulíf á Íslandi þegar álverið í Straumsvík var reist. Fram til þess voru gjaldeyristekjur þjóðarinnar reistar á einni stoð, sjávarútvegi. Á síðustu áratugum aldarinnar bættust við fleiri stóriðjuver og þjóðin fékk í sinn hlut arð af orkuauðlindinni sem hafði fram að því verið að mestu óbeisluð. Stóriðjan kom til Íslands fyrir hálfri öld. Aðdráttaraflið var einfalt. Hér var í boði ódýr orka auk þess sem skattaumhverfi var gert hagstætt fyrir alþjóðlega starfsemi af þessu tagi. Frá því álverið í Straumsvík var opnað fyrir tæpum 50 árum hefur mikið breyst í íslensku atvinnulífi. Tækninni hefur fleygt fram og verndun umhverfisins vegur þyngra en fyrr. Álver hafa risið og við Íslendingar höfum nú virkjað stóran hluta þeirrar orku sem virkjanleg er, alla vega ef nýting hennar á að vera í sátt við umhverfið. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist ekki lengur á einni atvinnugrein og ekki einu sinni á tveimur. Þrjár atvinnugreinar gegna lykilhlutverki og er sjávarútvegur ekki lengur sú grein sem mestum gjaldeyri skilar. Iðnaður (þar með talin stóriðja) er stærsta útflutningsgrein Íslands, þegar horft er til gjaldeyrissköpunar. Ferðaþjónustan er í öðru sæti og er raunar talsvert stærri en stóriðjan ein. Í þriðja sæti er svo sjávarútvegurinn, sem löngum var okkar eina raunverulega útflutningsgrein. Í fjórða sæti er liðurinn „annað“, sem væntanlega innifelur hugvit. Undanfarin ár hafa gjaldeyristekjur af ferðamönnum og liðurinn „annað“ stækkað mjög og nú má segja að gjaldeyrissköpun þjóðarinnar hvíli á fjórum stoðum, nokkuð jöfnum. Við erum að breytast úr einhæfu framleiðsluhagkerfi í fjölbreytt. Við erum ekki lengur nýlenduhagkerfi í sinni tærustu mynd þó að undarleg ráðstöfun náttúruauðlinda, þar sem fáir aðilar fá að nýta sér auðlindirnar gegn afskaplega vægu gjaldi, minni meira á nýlenduskipan en nokkuð annað. Fiskinn í sjónum fá útvaldir að veiða nær ókeypis og orkuna fá erlend stórfyrirtæki að kaupa á spottprís. Sókn til áframhaldandi og aukinnar velferðar þjóðarinnar verður ekki byggð á því að halda dauðahaldi í nýlendufyrirkomulagið. Hún verður að byggja á því að afrakstur náttúruauðlinda renni til þjóðarinnar sjálfrar. Það skýtur því skökku við að á öðrum áratug nýrrar aldar skuli menn enn sjá þær lausnir helstar að leggja náttúru landsins undir orkuver til að framleiða orku til að selja á spottprís í skítuga stóriðju í okkar fallega landi. Við brjótum aldrei af okkur hlekkina ef við hugsum sjálf eins og nýlendubúar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Allt hefur sinn stað og sinn tíma. Líka orkufrek stóriðja. Á sjöunda áratug síðustu aldar var það kærkomin viðbót við einhæft atvinnulíf á Íslandi þegar álverið í Straumsvík var reist. Fram til þess voru gjaldeyristekjur þjóðarinnar reistar á einni stoð, sjávarútvegi. Á síðustu áratugum aldarinnar bættust við fleiri stóriðjuver og þjóðin fékk í sinn hlut arð af orkuauðlindinni sem hafði fram að því verið að mestu óbeisluð. Stóriðjan kom til Íslands fyrir hálfri öld. Aðdráttaraflið var einfalt. Hér var í boði ódýr orka auk þess sem skattaumhverfi var gert hagstætt fyrir alþjóðlega starfsemi af þessu tagi. Frá því álverið í Straumsvík var opnað fyrir tæpum 50 árum hefur mikið breyst í íslensku atvinnulífi. Tækninni hefur fleygt fram og verndun umhverfisins vegur þyngra en fyrr. Álver hafa risið og við Íslendingar höfum nú virkjað stóran hluta þeirrar orku sem virkjanleg er, alla vega ef nýting hennar á að vera í sátt við umhverfið. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist ekki lengur á einni atvinnugrein og ekki einu sinni á tveimur. Þrjár atvinnugreinar gegna lykilhlutverki og er sjávarútvegur ekki lengur sú grein sem mestum gjaldeyri skilar. Iðnaður (þar með talin stóriðja) er stærsta útflutningsgrein Íslands, þegar horft er til gjaldeyrissköpunar. Ferðaþjónustan er í öðru sæti og er raunar talsvert stærri en stóriðjan ein. Í þriðja sæti er svo sjávarútvegurinn, sem löngum var okkar eina raunverulega útflutningsgrein. Í fjórða sæti er liðurinn „annað“, sem væntanlega innifelur hugvit. Undanfarin ár hafa gjaldeyristekjur af ferðamönnum og liðurinn „annað“ stækkað mjög og nú má segja að gjaldeyrissköpun þjóðarinnar hvíli á fjórum stoðum, nokkuð jöfnum. Við erum að breytast úr einhæfu framleiðsluhagkerfi í fjölbreytt. Við erum ekki lengur nýlenduhagkerfi í sinni tærustu mynd þó að undarleg ráðstöfun náttúruauðlinda, þar sem fáir aðilar fá að nýta sér auðlindirnar gegn afskaplega vægu gjaldi, minni meira á nýlenduskipan en nokkuð annað. Fiskinn í sjónum fá útvaldir að veiða nær ókeypis og orkuna fá erlend stórfyrirtæki að kaupa á spottprís. Sókn til áframhaldandi og aukinnar velferðar þjóðarinnar verður ekki byggð á því að halda dauðahaldi í nýlendufyrirkomulagið. Hún verður að byggja á því að afrakstur náttúruauðlinda renni til þjóðarinnar sjálfrar. Það skýtur því skökku við að á öðrum áratug nýrrar aldar skuli menn enn sjá þær lausnir helstar að leggja náttúru landsins undir orkuver til að framleiða orku til að selja á spottprís í skítuga stóriðju í okkar fallega landi. Við brjótum aldrei af okkur hlekkina ef við hugsum sjálf eins og nýlendubúar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira