Partýið í Dúfnahólum tíu er loksins að byrja Guðrún Ansnes skrifar 9. júlí 2015 10:00 Félagarnir standa fastar á því en fótunum að þetta verði vinsælasti skemmtistaður Reykjavíkur áður en langt um líður. Vísir/GVA „Við vildum gera eitthvað öðruvísi. Eitthvað sem hefur aldrei verið gert á Íslandi áður og hrista upp í einsleitri flóru skemmtistaða í Reykjavík,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, sem í slagtogi við Arnar Finn Arnarsson, stendur á bakvið á Dúfnahóla 10, nýjasta skemmtistað miðborgarinnar sem opnaður verður á föstudag. Um ræðir skemmtistað sem innréttaður er eins og heimili. Eru Dúfnahólar tíu staðsettir í Hafnarstræti, þar sem Kaffi Simsen var áður til húsa, en nú ganga gestir inn af Lækjatorgi og þaðan beint inn í sjónvarpsherbergið. „Við einsettum okkur að búa til heimilislega stemningu og grípa þetta dæmigerða íslenska heimapartý, sem oftast eru langskemmtilegust,“ segir Unnar og spyr hvort til sé betri fyrirmynd en partýið í Dúfnahólum tíu sem fyrir löngu er orðið að klassík í íslensku skemmtanalífi eftir myndina Sódóma. Má hæglega gera ráð fyrir að sérstaða skemmtistaðarins sé margbrotin, en þar geta gestir hvílt sig í rúminu, kíkt í garðskálann, gleymt sér yfir gullfiskunum í baðkarinu, grillað sér samlokur inni í eldhúsi og gluggað í bækur svo eitthvað sé nefnt. Þeir Unnar og Arnar hafa verið vinir síðan þeir voru tveggja ára og fengu þá flugu í höfuðið að opna saman skemmtistaðinn þegar húsnæðið poppaði upp í hendurnar á þeim fyrir um tveimur og hálfum mánuði. Má sannarlega segja að þeir hafi ekki setið auðum höndum síðan. „Við erum búnir að gera þetta allt saman sjálfir, hanna allt og innrétta. Það má sannarlega segja að við séum búnir að leggja dag við nótt til að koma Dúfnahólum tíu af stað,“ útskýrir Arnar og Unnar skýtur því að, að kærastan hans sé farin að sakna hans, þar sem lítið hafi sést til hans síðan ákvörðun um skemmtistað var tekin. „Hingað ættu allir að geta komið og fundið eitthvað við sitt hæfi. Á daginn verður hér kaffihúsastemning þar sem gestir geta fengið sér vöfflu eins og í eldhúsinu hjá ömmu. Svo verða hinar ýmsu uppákomur á kvöldin,“ bendir Unnar á. „Svo verður ferskur djús hjá okkur, köllum það djús í bús,“ skýtur Arnar að og hlær. Lofa drengirnir að þeir muni brjóta allar reglurnar og að stanslaust stuð muni einkenna Dúfnahóla tíu. „Þetta verður vinsælasti skemmtistaðurinn í Reykjavík," skjóta þeir að í lokin. Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
„Við vildum gera eitthvað öðruvísi. Eitthvað sem hefur aldrei verið gert á Íslandi áður og hrista upp í einsleitri flóru skemmtistaða í Reykjavík,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, sem í slagtogi við Arnar Finn Arnarsson, stendur á bakvið á Dúfnahóla 10, nýjasta skemmtistað miðborgarinnar sem opnaður verður á föstudag. Um ræðir skemmtistað sem innréttaður er eins og heimili. Eru Dúfnahólar tíu staðsettir í Hafnarstræti, þar sem Kaffi Simsen var áður til húsa, en nú ganga gestir inn af Lækjatorgi og þaðan beint inn í sjónvarpsherbergið. „Við einsettum okkur að búa til heimilislega stemningu og grípa þetta dæmigerða íslenska heimapartý, sem oftast eru langskemmtilegust,“ segir Unnar og spyr hvort til sé betri fyrirmynd en partýið í Dúfnahólum tíu sem fyrir löngu er orðið að klassík í íslensku skemmtanalífi eftir myndina Sódóma. Má hæglega gera ráð fyrir að sérstaða skemmtistaðarins sé margbrotin, en þar geta gestir hvílt sig í rúminu, kíkt í garðskálann, gleymt sér yfir gullfiskunum í baðkarinu, grillað sér samlokur inni í eldhúsi og gluggað í bækur svo eitthvað sé nefnt. Þeir Unnar og Arnar hafa verið vinir síðan þeir voru tveggja ára og fengu þá flugu í höfuðið að opna saman skemmtistaðinn þegar húsnæðið poppaði upp í hendurnar á þeim fyrir um tveimur og hálfum mánuði. Má sannarlega segja að þeir hafi ekki setið auðum höndum síðan. „Við erum búnir að gera þetta allt saman sjálfir, hanna allt og innrétta. Það má sannarlega segja að við séum búnir að leggja dag við nótt til að koma Dúfnahólum tíu af stað,“ útskýrir Arnar og Unnar skýtur því að, að kærastan hans sé farin að sakna hans, þar sem lítið hafi sést til hans síðan ákvörðun um skemmtistað var tekin. „Hingað ættu allir að geta komið og fundið eitthvað við sitt hæfi. Á daginn verður hér kaffihúsastemning þar sem gestir geta fengið sér vöfflu eins og í eldhúsinu hjá ömmu. Svo verða hinar ýmsu uppákomur á kvöldin,“ bendir Unnar á. „Svo verður ferskur djús hjá okkur, köllum það djús í bús,“ skýtur Arnar að og hlær. Lofa drengirnir að þeir muni brjóta allar reglurnar og að stanslaust stuð muni einkenna Dúfnahóla tíu. „Þetta verður vinsælasti skemmtistaðurinn í Reykjavík," skjóta þeir að í lokin.
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp