Innlent

Rannsókn lokið á ritgerð viðskiptafræðinema sem á að hafa skáldað ummæli

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Málið hefur verið til rannsóknar hjá Viðskiptafræðideild frá því í apríl.
Málið hefur verið til rannsóknar hjá Viðskiptafræðideild frá því í apríl. vísir/ernir
Niðurstaða er komin í mál nýútskrifaðs viðskiptafræðings sem var grunaður um að hafa falsað þrjú viðtöl í lokaritgerð sinni.

Þetta staðfestir Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Daði vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna að öðru leyti. Málið hefur verið til rannsóknar hjá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands frá því í apríl.

Ritgerðin sem um ræðir byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi sem eru fölsuð.

Upp komst um málið í kjölfar þess að Friðrik Pálsson, hótelhaldari á hótel Rangá, fékk ábendingu um að fram væri komin ritgerð sem byggðist á rekstri hans. Friðrik sem kannaðist sjálfur ekkert við að hafa svarað spurningum frá ritgerðarhöfundi vakti athygli viðskiptafræðideildar á málinu.

Síðar kom í ljós að tveir aðrir viðmælendur í ritgerðinni könnuðust heldur ekki við að hafa hitt eða svarað spurningum frá höfundi. Athygli vekur að ritgerðin er full af málfars- og stafsetningarvillum en nemandinn fékk 8 í einkunn fyrir ritgerðina en Fréttablaðið hefur ritgerðina undir höndum.


Tengdar fréttir

Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum

Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur.

Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema

Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×