Innlent

Gunnar Bragi í Eþíópíu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mun brátt heimsækja Malaví og funda þar með ráðamönnum.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mun brátt heimsækja Malaví og funda þar með ráðamönnum. vísir/gva
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er staddur á alþjóðlegri ráðstefnu um fjármögnun þróunarsamvinnu. Ráðstefnan fer fram dagana 13.- 16. júlí í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, en um leið varð Gunnar Bragi fyrsti ráðherra ríkisstjórnarinnar til að ferðast til Afríku.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að í gær hafi ráðherrann flutt ávarp á málstofu á vegum SE4ALL-vettvangsins, eða Sjálfbær orka fyrir alla. Í ávarpinu lagði hann áherslu á mikilvægi jarðhitanýtingar í þróunarsamvinnu og greindi frá áherslum og stuðningi Íslands á því sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×