Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Costco hefur áform um að ráðast í framkvæmdir og stækka húsnæðið um 2.000 fermetra. Þeir Gunnar Einarsson og Steve Pappas skoðuðu sig um í Kauptúni í gær. vísir/stefán Bandaríska verslunarkeðjan Costo skrifaði í gær undir samning um kaup á húsnæði við Kauptún í Garðabæ. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að búist sé við því að verslunin verði opnuð sumarið 2016. Seljandi er félagið Sýsla, sem er í eigu bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar. Að lokinni undirskrift fóru fulltrúar Costco hér á landi að Kauptúni til þess að skoða húsakynnin betur. Steve Pappas, svæðisstjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, er hér í sinni fimmtu ferð til landsins í tengslum við komu fyrirtækisins. Hann sagðist í samtali við Fréttablaðið vera mjög spenntur fyrir því að opna á Íslandi. Í tilkynningu sem Costco sendi frá sér í gær kom fram að ráðnir verða 160 starfsmenn héðan en stefnan er að þeir verði orðnir 250 eftir þrjú ár, þegar reynsla er komin á reksturinn. „Við væntum þess að byrja ráðningarferlið snemma á næsta ári,“ segir Pappas í tilkynningunni. Þegar Fréttablaðið náði tali af Pappas við Kauptúnið í gær sagði hann engin áform vera uppi um það að hefja rekstur á öðrum stöðum en í Kauptúninu í Garðabæ. Þannig verður Costco frábrugðin öðrum lágverðsmatvöruverslunum eins og Bónus, Krónunni eða Nettó, sem allar eru í íbúðahverfum. Pappas segir að Costco muni keppa við aðrar verslanir um verð og vöruúrvalið verði mikið. „Við erum meira en matvöruverslun,“ segir Pappas. Auk þess að bjóða upp á matvöru verður boðið upp á raftæki, bílavarahluti, dekk, húsgögn og fleira. Að auki er stefnt á að opnuð verði bensínstöð fyrir framan verslunina. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir ágætt að fá öflugt fyrirtæki í bæinn og að vonandi geti Costco rekið sína verslun með sóma og borgað góð laun. „En fyrst og fremst er þetta ávinningur, vonandi, fyrir neytendur á Íslandi að fá lægra vöruverð og meira úrval,“ segir Gunnar. Hann segir að Costco hafi áform um að stækka húsið örlítið í norður um tvö þúsund fermetra. Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Bandaríska verslunarkeðjan Costo skrifaði í gær undir samning um kaup á húsnæði við Kauptún í Garðabæ. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að búist sé við því að verslunin verði opnuð sumarið 2016. Seljandi er félagið Sýsla, sem er í eigu bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar. Að lokinni undirskrift fóru fulltrúar Costco hér á landi að Kauptúni til þess að skoða húsakynnin betur. Steve Pappas, svæðisstjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, er hér í sinni fimmtu ferð til landsins í tengslum við komu fyrirtækisins. Hann sagðist í samtali við Fréttablaðið vera mjög spenntur fyrir því að opna á Íslandi. Í tilkynningu sem Costco sendi frá sér í gær kom fram að ráðnir verða 160 starfsmenn héðan en stefnan er að þeir verði orðnir 250 eftir þrjú ár, þegar reynsla er komin á reksturinn. „Við væntum þess að byrja ráðningarferlið snemma á næsta ári,“ segir Pappas í tilkynningunni. Þegar Fréttablaðið náði tali af Pappas við Kauptúnið í gær sagði hann engin áform vera uppi um það að hefja rekstur á öðrum stöðum en í Kauptúninu í Garðabæ. Þannig verður Costco frábrugðin öðrum lágverðsmatvöruverslunum eins og Bónus, Krónunni eða Nettó, sem allar eru í íbúðahverfum. Pappas segir að Costco muni keppa við aðrar verslanir um verð og vöruúrvalið verði mikið. „Við erum meira en matvöruverslun,“ segir Pappas. Auk þess að bjóða upp á matvöru verður boðið upp á raftæki, bílavarahluti, dekk, húsgögn og fleira. Að auki er stefnt á að opnuð verði bensínstöð fyrir framan verslunina. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir ágætt að fá öflugt fyrirtæki í bæinn og að vonandi geti Costco rekið sína verslun með sóma og borgað góð laun. „En fyrst og fremst er þetta ávinningur, vonandi, fyrir neytendur á Íslandi að fá lægra vöruverð og meira úrval,“ segir Gunnar. Hann segir að Costco hafi áform um að stækka húsið örlítið í norður um tvö þúsund fermetra.
Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira