Hanna drusluvarninginn í ár Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2015 09:30 Nóg að gera hjá Grétu og Helgu að hanna allan varning Druslugöngunnar í ár. Mynd/aðsend Druslugangan verður gengin á laugardaginn næsta í fimmta sinn. Í seinustu viku var plakötum, sem kynna ýmsa stuðningsmenn göngunnar, komið fyrir í strætóskýlum um allan bæ. Plakötin voru hönnuð af Grétu Þorkelsdóttur og Helgu Dögg Ólafsdóttur. Þær hanna einnig allan varning og kynningarefni fyrir gönguna, eins og í fyrra þegar Steinar Ingólfsson var með þeim. Búist er við talsvert fleiri þátttakendum í ár enda hefur umræðan um kynferðisafbrot og kvenréttindi á þessu ári aldrei verið háværari. „Við vildum auðvitað taka þetta að okkur aftur. Þetta er allt töluvert meira um sig heldur en í fyrra. Í fyrra vorum við með mun færri strætóskýli og þau voru algjört aukaatriði, en núna vildum við vekja mikla athygli á þessu og gera þetta eins stórt og hægt er. Við erum líka með derhúfur, boli og tyggjótattú sem verður til sölu í göngunni og í pepp-partíinu sem verður haldið á Húrra núna á miðvikudagskvöldið. Húfurnar verða einnig til sölu í Jör frá og með deginum í dag,“ segir Gréta.Gréta og Helga kynntust þegar þær voru saman í bekk í grafískri hönnun í listaháskólanum. „Við vinnum ótrúlega vel saman. Við erum núna búnar með tvö ár og erum með miklu betri tilfinningu fyrir þessu í ár heldur en í fyrra. Markmiðið í ár var líka að ná til breiðari hóps og mér sýnist það vera að takast. Í fyrra mættu í kringum 12.000 manns í gönguna en í ár eigum við von á 20.000 manns,“ segir Helga Dögg. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað á þessu ári hvað varðar réttindi kvenna og kynferðisafbrot. Á Beauty tips-síðunni þar sem stelpur á öllu aldri sögðu frá sinni upplifun af kynferðisafbrotum var áberandi hve þöggunin hefur verið mikil. Flest afbrotanna höfðu ekki farið í gegnum réttarkerfið, enda gífurlega mörgu ábótavant í þeim efnum hér á landi. Mikil umræða hefur átt sér stað á Twitter meðal annars með kassamerkjunum „free the nipple“ og „6dagsleikinn“ en þetta hefur vakið athygli erlendis. Druslugangan hefst klukkan 14 á laugardaginn og verður gengið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Allir eru hvattir til þess að mæta á upphitunarkvöld Druslugöngunnar á miðvikudaginn á skemmtistaðnum Húrra, en þar munu landsþekktar hljómsveitir og tónlistarmenn stíga á svið. Eins og áður hefur komið fram mun varningurinn sem er hannaður af Grétu og Helgu Dögg verða seldur þar og einnig í göngunni sjálfri. Tengdar fréttir Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23 Réttarkerfið óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota Skipuleggjendur Druslugöngunnar sendu bréf til þingmanna í morgun þar sem kallað var eftir breytingum. 22. júlí 2014 11:00 Unga fólkið fullt af réttlætiskennd Ungliðahreyfing Amnesty International stendur fyrir undirbúningsfundi í kvöld og eru Drusluganga og Pyntingardagur í brennidepli. 4. júní 2015 00:01 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Druslugangan verður gengin á laugardaginn næsta í fimmta sinn. Í seinustu viku var plakötum, sem kynna ýmsa stuðningsmenn göngunnar, komið fyrir í strætóskýlum um allan bæ. Plakötin voru hönnuð af Grétu Þorkelsdóttur og Helgu Dögg Ólafsdóttur. Þær hanna einnig allan varning og kynningarefni fyrir gönguna, eins og í fyrra þegar Steinar Ingólfsson var með þeim. Búist er við talsvert fleiri þátttakendum í ár enda hefur umræðan um kynferðisafbrot og kvenréttindi á þessu ári aldrei verið háværari. „Við vildum auðvitað taka þetta að okkur aftur. Þetta er allt töluvert meira um sig heldur en í fyrra. Í fyrra vorum við með mun færri strætóskýli og þau voru algjört aukaatriði, en núna vildum við vekja mikla athygli á þessu og gera þetta eins stórt og hægt er. Við erum líka með derhúfur, boli og tyggjótattú sem verður til sölu í göngunni og í pepp-partíinu sem verður haldið á Húrra núna á miðvikudagskvöldið. Húfurnar verða einnig til sölu í Jör frá og með deginum í dag,“ segir Gréta.Gréta og Helga kynntust þegar þær voru saman í bekk í grafískri hönnun í listaháskólanum. „Við vinnum ótrúlega vel saman. Við erum núna búnar með tvö ár og erum með miklu betri tilfinningu fyrir þessu í ár heldur en í fyrra. Markmiðið í ár var líka að ná til breiðari hóps og mér sýnist það vera að takast. Í fyrra mættu í kringum 12.000 manns í gönguna en í ár eigum við von á 20.000 manns,“ segir Helga Dögg. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað á þessu ári hvað varðar réttindi kvenna og kynferðisafbrot. Á Beauty tips-síðunni þar sem stelpur á öllu aldri sögðu frá sinni upplifun af kynferðisafbrotum var áberandi hve þöggunin hefur verið mikil. Flest afbrotanna höfðu ekki farið í gegnum réttarkerfið, enda gífurlega mörgu ábótavant í þeim efnum hér á landi. Mikil umræða hefur átt sér stað á Twitter meðal annars með kassamerkjunum „free the nipple“ og „6dagsleikinn“ en þetta hefur vakið athygli erlendis. Druslugangan hefst klukkan 14 á laugardaginn og verður gengið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Allir eru hvattir til þess að mæta á upphitunarkvöld Druslugöngunnar á miðvikudaginn á skemmtistaðnum Húrra, en þar munu landsþekktar hljómsveitir og tónlistarmenn stíga á svið. Eins og áður hefur komið fram mun varningurinn sem er hannaður af Grétu og Helgu Dögg verða seldur þar og einnig í göngunni sjálfri.
Tengdar fréttir Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23 Réttarkerfið óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota Skipuleggjendur Druslugöngunnar sendu bréf til þingmanna í morgun þar sem kallað var eftir breytingum. 22. júlí 2014 11:00 Unga fólkið fullt af réttlætiskennd Ungliðahreyfing Amnesty International stendur fyrir undirbúningsfundi í kvöld og eru Drusluganga og Pyntingardagur í brennidepli. 4. júní 2015 00:01 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23
Réttarkerfið óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota Skipuleggjendur Druslugöngunnar sendu bréf til þingmanna í morgun þar sem kallað var eftir breytingum. 22. júlí 2014 11:00
Unga fólkið fullt af réttlætiskennd Ungliðahreyfing Amnesty International stendur fyrir undirbúningsfundi í kvöld og eru Drusluganga og Pyntingardagur í brennidepli. 4. júní 2015 00:01