Hanna drusluvarninginn í ár Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2015 09:30 Nóg að gera hjá Grétu og Helgu að hanna allan varning Druslugöngunnar í ár. Mynd/aðsend Druslugangan verður gengin á laugardaginn næsta í fimmta sinn. Í seinustu viku var plakötum, sem kynna ýmsa stuðningsmenn göngunnar, komið fyrir í strætóskýlum um allan bæ. Plakötin voru hönnuð af Grétu Þorkelsdóttur og Helgu Dögg Ólafsdóttur. Þær hanna einnig allan varning og kynningarefni fyrir gönguna, eins og í fyrra þegar Steinar Ingólfsson var með þeim. Búist er við talsvert fleiri þátttakendum í ár enda hefur umræðan um kynferðisafbrot og kvenréttindi á þessu ári aldrei verið háværari. „Við vildum auðvitað taka þetta að okkur aftur. Þetta er allt töluvert meira um sig heldur en í fyrra. Í fyrra vorum við með mun færri strætóskýli og þau voru algjört aukaatriði, en núna vildum við vekja mikla athygli á þessu og gera þetta eins stórt og hægt er. Við erum líka með derhúfur, boli og tyggjótattú sem verður til sölu í göngunni og í pepp-partíinu sem verður haldið á Húrra núna á miðvikudagskvöldið. Húfurnar verða einnig til sölu í Jör frá og með deginum í dag,“ segir Gréta.Gréta og Helga kynntust þegar þær voru saman í bekk í grafískri hönnun í listaháskólanum. „Við vinnum ótrúlega vel saman. Við erum núna búnar með tvö ár og erum með miklu betri tilfinningu fyrir þessu í ár heldur en í fyrra. Markmiðið í ár var líka að ná til breiðari hóps og mér sýnist það vera að takast. Í fyrra mættu í kringum 12.000 manns í gönguna en í ár eigum við von á 20.000 manns,“ segir Helga Dögg. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað á þessu ári hvað varðar réttindi kvenna og kynferðisafbrot. Á Beauty tips-síðunni þar sem stelpur á öllu aldri sögðu frá sinni upplifun af kynferðisafbrotum var áberandi hve þöggunin hefur verið mikil. Flest afbrotanna höfðu ekki farið í gegnum réttarkerfið, enda gífurlega mörgu ábótavant í þeim efnum hér á landi. Mikil umræða hefur átt sér stað á Twitter meðal annars með kassamerkjunum „free the nipple“ og „6dagsleikinn“ en þetta hefur vakið athygli erlendis. Druslugangan hefst klukkan 14 á laugardaginn og verður gengið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Allir eru hvattir til þess að mæta á upphitunarkvöld Druslugöngunnar á miðvikudaginn á skemmtistaðnum Húrra, en þar munu landsþekktar hljómsveitir og tónlistarmenn stíga á svið. Eins og áður hefur komið fram mun varningurinn sem er hannaður af Grétu og Helgu Dögg verða seldur þar og einnig í göngunni sjálfri. Tengdar fréttir Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23 Réttarkerfið óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota Skipuleggjendur Druslugöngunnar sendu bréf til þingmanna í morgun þar sem kallað var eftir breytingum. 22. júlí 2014 11:00 Unga fólkið fullt af réttlætiskennd Ungliðahreyfing Amnesty International stendur fyrir undirbúningsfundi í kvöld og eru Drusluganga og Pyntingardagur í brennidepli. 4. júní 2015 00:01 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Sjá meira
Druslugangan verður gengin á laugardaginn næsta í fimmta sinn. Í seinustu viku var plakötum, sem kynna ýmsa stuðningsmenn göngunnar, komið fyrir í strætóskýlum um allan bæ. Plakötin voru hönnuð af Grétu Þorkelsdóttur og Helgu Dögg Ólafsdóttur. Þær hanna einnig allan varning og kynningarefni fyrir gönguna, eins og í fyrra þegar Steinar Ingólfsson var með þeim. Búist er við talsvert fleiri þátttakendum í ár enda hefur umræðan um kynferðisafbrot og kvenréttindi á þessu ári aldrei verið háværari. „Við vildum auðvitað taka þetta að okkur aftur. Þetta er allt töluvert meira um sig heldur en í fyrra. Í fyrra vorum við með mun færri strætóskýli og þau voru algjört aukaatriði, en núna vildum við vekja mikla athygli á þessu og gera þetta eins stórt og hægt er. Við erum líka með derhúfur, boli og tyggjótattú sem verður til sölu í göngunni og í pepp-partíinu sem verður haldið á Húrra núna á miðvikudagskvöldið. Húfurnar verða einnig til sölu í Jör frá og með deginum í dag,“ segir Gréta.Gréta og Helga kynntust þegar þær voru saman í bekk í grafískri hönnun í listaháskólanum. „Við vinnum ótrúlega vel saman. Við erum núna búnar með tvö ár og erum með miklu betri tilfinningu fyrir þessu í ár heldur en í fyrra. Markmiðið í ár var líka að ná til breiðari hóps og mér sýnist það vera að takast. Í fyrra mættu í kringum 12.000 manns í gönguna en í ár eigum við von á 20.000 manns,“ segir Helga Dögg. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað á þessu ári hvað varðar réttindi kvenna og kynferðisafbrot. Á Beauty tips-síðunni þar sem stelpur á öllu aldri sögðu frá sinni upplifun af kynferðisafbrotum var áberandi hve þöggunin hefur verið mikil. Flest afbrotanna höfðu ekki farið í gegnum réttarkerfið, enda gífurlega mörgu ábótavant í þeim efnum hér á landi. Mikil umræða hefur átt sér stað á Twitter meðal annars með kassamerkjunum „free the nipple“ og „6dagsleikinn“ en þetta hefur vakið athygli erlendis. Druslugangan hefst klukkan 14 á laugardaginn og verður gengið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Allir eru hvattir til þess að mæta á upphitunarkvöld Druslugöngunnar á miðvikudaginn á skemmtistaðnum Húrra, en þar munu landsþekktar hljómsveitir og tónlistarmenn stíga á svið. Eins og áður hefur komið fram mun varningurinn sem er hannaður af Grétu og Helgu Dögg verða seldur þar og einnig í göngunni sjálfri.
Tengdar fréttir Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23 Réttarkerfið óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota Skipuleggjendur Druslugöngunnar sendu bréf til þingmanna í morgun þar sem kallað var eftir breytingum. 22. júlí 2014 11:00 Unga fólkið fullt af réttlætiskennd Ungliðahreyfing Amnesty International stendur fyrir undirbúningsfundi í kvöld og eru Drusluganga og Pyntingardagur í brennidepli. 4. júní 2015 00:01 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Sjá meira
Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23
Réttarkerfið óaðgengilegt fyrir þolendur kynferðisbrota Skipuleggjendur Druslugöngunnar sendu bréf til þingmanna í morgun þar sem kallað var eftir breytingum. 22. júlí 2014 11:00
Unga fólkið fullt af réttlætiskennd Ungliðahreyfing Amnesty International stendur fyrir undirbúningsfundi í kvöld og eru Drusluganga og Pyntingardagur í brennidepli. 4. júní 2015 00:01
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“