Lífið

Jóhanna Guðrún heillaði alla um borð

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Tónleikagestir á skipinu kunnu vel að meta Jóhönnu Guðrúnu og hljómsveitina.
Tónleikagestir á skipinu kunnu vel að meta Jóhönnu Guðrúnu og hljómsveitina. Vísir/ernir
„Þetta var rosa gaman, ég hef allavega aldrei komið fram á svona skipi áður,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Hún kom fram ásamt hljómsveit á tvennum tónleikasýningum um borð í skemmtiferðaskipinu Sea Princess um helgina sem var við Skarfabakka.

„Ég vissi frekar lítið hvað við vorum að fara gera, við vorum bara tilbúin með prógramm. Þetta var skemmtilegt ævintýri,“ segir Jóhanna Guðrún.

Nokkur hundruð manns voru á hvorum tónleikum fyrir sig en skipið tekur tæplega tvö þúsund manns. Skemmtanastjóri skipsins bað sérstaklega um að prógrammið væri blandað, íslenskt og erlent. „Við tókum góða blöndu og fólkið tók vel í íslensku lögin,“ bætir Jóhanna Guðrún við.

Skemmtiferðarskipið Sea Princess tekur um tvö þúsund manns.nordicphotos/getty
Hún segir þó að meðalaldur gesta hafi verið frekar hár. „Meðalaldurinn hefur örugglega verið um sextugt eða sjötugt eins og oft er á svona skemmtiferðarskipum. Fólkið var samt afar þakklát og allir voru í góðu stuði.“

Skipið var í höfn þegar tónleikarnir fóru fram en voru Jóhanna og félagar ekkert smeyk um að skipið myndi sigla af stað á meðan þau væru innanborðs? „Upphaflega var ég með smá áhyggjur því eftir að sjóið kláraðist, þá höfðum við mjög tæpan tíma til að koma okkur í burtu. Fólk var þó enn að streyma inn í skipið þegar við kláruðum þannig að þetta reddaðist,“ segir Jóhanna Guðrún og hlær. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×