Unginn sem er einungis níu mánaða er nú þegar orðinn jafn þungur og foreldrar hans samanlagt - eða um tuttugu og tvö kíló. Pestó er þyngsti ungi sem hefur dvalið í dýragarðinum og hefur öðlast mikla frægð á samfélagsmiðlum.
Að sögn starfsmanna dýragarðsins er unginn ljúfur sem lamb þrátt fyrir að gnæfa yfir aðrar mörgæsir í garðinum.