Fimmtíu eru fáir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2015 10:00 Stjórnvöld tilkynntu í gær að ákveðið hafi verið að taka á móti 50 flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Flóttafólkið sem um ræðir kemur frá Sýrlandi, Erítreu, Írak og Sómalíu og er undirbúningur fyrir komu þeirra þegar hafinn. Áætlað er að tekið verði á móti fólkinu á tveggja ára tímabili; frá og með október næstkomandi. Alls hafa ráðherrar Evrópusambandsríkjanna ákveðið flutning rúmlega 32 þúsund flóttamanna frá Ítalíu og Grikklandi til annarra Evrópusambandsríkja í október. Löndin tvö munu vera komin að þolmörkum og var því lögð fram áætlun til að létta á vanda þeirra í apríl en Ísland var ekki hluti af þeirri áætlun. Upphaflega hafði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagt til að 40 þúsund flóttamönnum yrði veitt hæli í Evrópu en sú áætlun lagðist víst ekki vel í alla. Yfir 150 þúsund manns hafa flúið heimili sín til Evrópu á þessu ári vegna stríðs og fátæktar. Bróðurpartur þeirra hefur leitað til Grikklands eða Ítalíu. Þetta er hins vegar einungis brot af vandamálinu; alls eru um 38 milljónir íbúa heimsins á vergangi vegna átaka og ofbeldis í heimalandi þeirra. Um er að ræða svipaðan fjölda og býr samanlagt í London, New York og Peking. Ísland hefur almennt verið hlutfallslega lélegt í móttöku flóttamanna. Í úttekt Fréttablaðsins í dag kemur fram að í fyrra hafi alls komið hingað 24 flóttamenn, enginn árið þar á undan og níu árið 2012. Enginn árið 2011, sex árið 2010 og enginn 2009. Svona er okkar saga í þessum efnum. Ef hlutdeild okkar ætti að vera sambærileg við Svíþjóð, sem við viljum oft og tíðum gjarnan bera okkur saman við, ættu Íslendingar að taka á móti 1.500 flóttamönnum árlega. Athugast skal að hér er ekki átt við hælisleitendur, sem eru mun fjölmennari hópur. Það er þó gleðilegt að sjá að landið okkar stendur sig nokkuð vel í samanburði um þessar mundir. Móttaka þessara fimmtíu einstaklinga er hlutfallslega á við fjöldann sem Þýskaland og Frakkland taka á sínar herðar. Daglega berast okkur fréttir af hörmulegu ástandi víðs vegar um heiminn. Aðstæður þessa fólks eru slíkar að við hér á okkar einangraða Íslandi getum illa gert okkur það í hugarlund. Hér á Íslandi má vissulega margt betur fara. Við þurfum að gæta að innviðunum og því að gleyma ekki okkar eigin minnsta bróður. Það er hins vegar útilokað að bera saman aðstæður þeirra sem verst hafa það hér og þeirra sem Evrópuráðherrar og ríkisstjórnir ræða nú um að veita hjálparhönd. Það er engin mótsögn í því fólgin að telja rétt að opna faðminn fyrir fleira fólki sem á um sárt að binda vegna stríðs, hors og vosbúðar eða óásættanlegra aðstæðna almennt, og að vilja halda áfram að gera betur við tekjulægsta hópinn hérlendis. Íslendingar búa við velmegun; ofgnótt miðað við þá sem verst hafa það. Í því ljósi eru 50 flóttamenn – 0,015 prósent af heildarfólksfjölda, eða réttara sagt 25 á ári, afar fáir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Flóttamenn Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Stjórnvöld tilkynntu í gær að ákveðið hafi verið að taka á móti 50 flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Flóttafólkið sem um ræðir kemur frá Sýrlandi, Erítreu, Írak og Sómalíu og er undirbúningur fyrir komu þeirra þegar hafinn. Áætlað er að tekið verði á móti fólkinu á tveggja ára tímabili; frá og með október næstkomandi. Alls hafa ráðherrar Evrópusambandsríkjanna ákveðið flutning rúmlega 32 þúsund flóttamanna frá Ítalíu og Grikklandi til annarra Evrópusambandsríkja í október. Löndin tvö munu vera komin að þolmörkum og var því lögð fram áætlun til að létta á vanda þeirra í apríl en Ísland var ekki hluti af þeirri áætlun. Upphaflega hafði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagt til að 40 þúsund flóttamönnum yrði veitt hæli í Evrópu en sú áætlun lagðist víst ekki vel í alla. Yfir 150 þúsund manns hafa flúið heimili sín til Evrópu á þessu ári vegna stríðs og fátæktar. Bróðurpartur þeirra hefur leitað til Grikklands eða Ítalíu. Þetta er hins vegar einungis brot af vandamálinu; alls eru um 38 milljónir íbúa heimsins á vergangi vegna átaka og ofbeldis í heimalandi þeirra. Um er að ræða svipaðan fjölda og býr samanlagt í London, New York og Peking. Ísland hefur almennt verið hlutfallslega lélegt í móttöku flóttamanna. Í úttekt Fréttablaðsins í dag kemur fram að í fyrra hafi alls komið hingað 24 flóttamenn, enginn árið þar á undan og níu árið 2012. Enginn árið 2011, sex árið 2010 og enginn 2009. Svona er okkar saga í þessum efnum. Ef hlutdeild okkar ætti að vera sambærileg við Svíþjóð, sem við viljum oft og tíðum gjarnan bera okkur saman við, ættu Íslendingar að taka á móti 1.500 flóttamönnum árlega. Athugast skal að hér er ekki átt við hælisleitendur, sem eru mun fjölmennari hópur. Það er þó gleðilegt að sjá að landið okkar stendur sig nokkuð vel í samanburði um þessar mundir. Móttaka þessara fimmtíu einstaklinga er hlutfallslega á við fjöldann sem Þýskaland og Frakkland taka á sínar herðar. Daglega berast okkur fréttir af hörmulegu ástandi víðs vegar um heiminn. Aðstæður þessa fólks eru slíkar að við hér á okkar einangraða Íslandi getum illa gert okkur það í hugarlund. Hér á Íslandi má vissulega margt betur fara. Við þurfum að gæta að innviðunum og því að gleyma ekki okkar eigin minnsta bróður. Það er hins vegar útilokað að bera saman aðstæður þeirra sem verst hafa það hér og þeirra sem Evrópuráðherrar og ríkisstjórnir ræða nú um að veita hjálparhönd. Það er engin mótsögn í því fólgin að telja rétt að opna faðminn fyrir fleira fólki sem á um sárt að binda vegna stríðs, hors og vosbúðar eða óásættanlegra aðstæðna almennt, og að vilja halda áfram að gera betur við tekjulægsta hópinn hérlendis. Íslendingar búa við velmegun; ofgnótt miðað við þá sem verst hafa það. Í því ljósi eru 50 flóttamenn – 0,015 prósent af heildarfólksfjölda, eða réttara sagt 25 á ári, afar fáir.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun