Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2015 09:00 Í dag verður druslugangan gengin í fimmta sinn. Vísir/Andri Átak á vegum druslugöngunnar sem ber nafnið „drusluákall“ fór af stað fyrir aðeins tveimur dögum og nú þegar hafa hundruð kvenna og karla sagt sögu sína og tekið afstöðu með málstaðnum. Viðbrögðin við drusluákallinu hafa ekki látið á sér standa en þetta er það sem skipuleggjendur druslugöngunnar voru að vonast eftir. „Það er ekki alveg hægt að gera sér grein fyrir hvort svona grípi eða ekki en við vitum að það eru margir sem hafa lent í einhverju og þetta er góð leið til þess að kalla eftir breytingum hjá lögreglu og stjórnvöldum. Eftirfylgnin í þessum málum í dag er lítil sem engin. Nú er þessi bylting orðin of stór til þess að við náum að fylgjast með enda er þetta einhvers konar sameining á öllum þeim byltingum sem hafa átt sér stað á þessu ári. Slagorð göngunnar er „Ég á mig sjálf“ og það á vel við það sem er að gerast í samfélaginu,“ segir María Rut Kristinsdóttir, talskona druslugöngunnar.María Rut KristinsdóttirGuðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi sagði í gær frá því að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi þegar hún var ung. María telur þetta setja sterkt fordæmi fyrir eldri kynslóðir þar sem þöggunin er hvað mest. „Guðfinna er að sýna ótrúlegt hugrekki með því að segja frá þessu. Það sem við viljum er að fleiri af hennar kynslóð segi sögu sína þar sem svo margir eru að burðast með sína skömm sem er svo tilgangslaust. Ég veit hvernig þetta er og frelsið sem ég upplifði með því að segja frá.“ Druslugangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og endar á Austurvelli þar sem verða fluttar ræður og tónlistaratriði. „Það er allt klárt. Við verðum með skiltagerð fyrir gönguna og svo erum við búin að redda meiri varningi. Drusluderhúfurnar seldust upp á 20 mínútum í partíinu okkar á miðvikudaginn og við þurftum að grátbiðja um meira. Hægt verður að kaupa drusluvarning hjá Hallgrímskirkju og á Austurvelli á meðan birgðir endast.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Átak á vegum druslugöngunnar sem ber nafnið „drusluákall“ fór af stað fyrir aðeins tveimur dögum og nú þegar hafa hundruð kvenna og karla sagt sögu sína og tekið afstöðu með málstaðnum. Viðbrögðin við drusluákallinu hafa ekki látið á sér standa en þetta er það sem skipuleggjendur druslugöngunnar voru að vonast eftir. „Það er ekki alveg hægt að gera sér grein fyrir hvort svona grípi eða ekki en við vitum að það eru margir sem hafa lent í einhverju og þetta er góð leið til þess að kalla eftir breytingum hjá lögreglu og stjórnvöldum. Eftirfylgnin í þessum málum í dag er lítil sem engin. Nú er þessi bylting orðin of stór til þess að við náum að fylgjast með enda er þetta einhvers konar sameining á öllum þeim byltingum sem hafa átt sér stað á þessu ári. Slagorð göngunnar er „Ég á mig sjálf“ og það á vel við það sem er að gerast í samfélaginu,“ segir María Rut Kristinsdóttir, talskona druslugöngunnar.María Rut KristinsdóttirGuðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi sagði í gær frá því að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi þegar hún var ung. María telur þetta setja sterkt fordæmi fyrir eldri kynslóðir þar sem þöggunin er hvað mest. „Guðfinna er að sýna ótrúlegt hugrekki með því að segja frá þessu. Það sem við viljum er að fleiri af hennar kynslóð segi sögu sína þar sem svo margir eru að burðast með sína skömm sem er svo tilgangslaust. Ég veit hvernig þetta er og frelsið sem ég upplifði með því að segja frá.“ Druslugangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og endar á Austurvelli þar sem verða fluttar ræður og tónlistaratriði. „Það er allt klárt. Við verðum með skiltagerð fyrir gönguna og svo erum við búin að redda meiri varningi. Drusluderhúfurnar seldust upp á 20 mínútum í partíinu okkar á miðvikudaginn og við þurftum að grátbiðja um meira. Hægt verður að kaupa drusluvarning hjá Hallgrímskirkju og á Austurvelli á meðan birgðir endast.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira