Stórhuga KR-ingar ætla í Evrópukeppni í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. júlí 2015 07:00 Michael Craion var lykilmaður hjá KR á síðustu leiktíð. vísir/stefán „Það er staðfest að við ætlum að taka slaginn. Nú tökum við þetta upp á næsta stall,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en Íslandsmeistararnir úr Vesturbænum ætla að taka þátt í Evrópukeppninni í vetur. KR tók þátt í Evrópukeppni árið 2007 en síðan þá hefur ekkert íslenskt félag verið með í Evrópukeppni. „Þá vorum við að vonast eftir því að fá Bakken Bears eða álíka félag. Auðvelt flug og svona. Þá drógumst við á móti tyrknesku félagi. Það kallaði á tvö flug, rútu, ferju og svo aftur í rútu. Þetta var svakalegt ferðalag,“ segir Böðvar og hlær er hann rifjar upp þetta skemmtilega verkefni.Ekkert góðæri Er það til marks um betri tíma og jafnvel nýtt góðæri að KR sé að fara að taka þátt í Evrópukeppni á ný? „Nei, það er langt í frá að það sé eitthvert góðæri í þessum bransa. Það sem þó hefur breyst er að FIBA styrkir nú öll félögin í keppninni um 3.000 evrur og það hjálpar gríðarlega mikið. Svo verður hefðbundin fjáröflun fyrir verkefnið hjá leikmönnum. Þetta verður gaman og við ráðum vel við þetta. Ef við aftur á móti komumst í einhverja riðlakeppni þá fyrst erum við á hausnum,“ segir Böðvar léttur og hlær dátt. Evrópukeppnin hefst í lok september og KR fer því beint úr Lengjubikarnum til Evrópu, enda byrjar tímabilið hér heima ekki fyrr en í október. „Við erum með landsliðsmenn sem verða í toppstandi á þeim tíma sem og aðrir. Við förum beint frá Ísafirði í Evrópukeppni. Þetta er afar skemmtilegt og mun gera tímabilið okkar enn skemmtilegra en ella.“ Böðvar vonast eftir því að það verði spennandi gulrót fyrir leikmenn að taka þátt í þessu verkefni. Það bendir margt til þess að Bandaríkjamaðurinn Michael Craion verði áfram í herbúðum KR en hann bað um nýtt samningstilboð frá KR og fékk það á sunnudag.Craion bað um tilboð „Við buðum honum sama samning og hann var með. Hann er líka mjög spenntur fyrir því að taka þátt í Evrópukeppninni. Það er ekkert fast í hendi fyrr en skrifað er undir en þetta lítur ágætlega út. Fyrst hann bað um samning myndi ég þora að setja einn rauðan á að hann verði áfram í KR. Við teljum líka að hann vilji hjálpa okkur að gera atlögu að þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð, sem væri nú heldur betur afrek,“ segir Böðvar en Tindastóll var á meðal þeirra liða sem vildu fá leikmanninn sterka. Það er ekki útilokað að fleiri leikmenn komi til KR áður en tímabilið hefst og meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við félagið er landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson, en hann lék með Sundsvall Dragons síðasta vetur. „Eina sem ég veit er að hann er að leita að tilboði erlendis. Ég hef samt heyrt í honum og held að hann myndi njóta sín í Vesturbænum. Við höfum samt ekki gert honum neitt tilboð,“ segir Böðvar Guðjónsson. Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
„Það er staðfest að við ætlum að taka slaginn. Nú tökum við þetta upp á næsta stall,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en Íslandsmeistararnir úr Vesturbænum ætla að taka þátt í Evrópukeppninni í vetur. KR tók þátt í Evrópukeppni árið 2007 en síðan þá hefur ekkert íslenskt félag verið með í Evrópukeppni. „Þá vorum við að vonast eftir því að fá Bakken Bears eða álíka félag. Auðvelt flug og svona. Þá drógumst við á móti tyrknesku félagi. Það kallaði á tvö flug, rútu, ferju og svo aftur í rútu. Þetta var svakalegt ferðalag,“ segir Böðvar og hlær er hann rifjar upp þetta skemmtilega verkefni.Ekkert góðæri Er það til marks um betri tíma og jafnvel nýtt góðæri að KR sé að fara að taka þátt í Evrópukeppni á ný? „Nei, það er langt í frá að það sé eitthvert góðæri í þessum bransa. Það sem þó hefur breyst er að FIBA styrkir nú öll félögin í keppninni um 3.000 evrur og það hjálpar gríðarlega mikið. Svo verður hefðbundin fjáröflun fyrir verkefnið hjá leikmönnum. Þetta verður gaman og við ráðum vel við þetta. Ef við aftur á móti komumst í einhverja riðlakeppni þá fyrst erum við á hausnum,“ segir Böðvar léttur og hlær dátt. Evrópukeppnin hefst í lok september og KR fer því beint úr Lengjubikarnum til Evrópu, enda byrjar tímabilið hér heima ekki fyrr en í október. „Við erum með landsliðsmenn sem verða í toppstandi á þeim tíma sem og aðrir. Við förum beint frá Ísafirði í Evrópukeppni. Þetta er afar skemmtilegt og mun gera tímabilið okkar enn skemmtilegra en ella.“ Böðvar vonast eftir því að það verði spennandi gulrót fyrir leikmenn að taka þátt í þessu verkefni. Það bendir margt til þess að Bandaríkjamaðurinn Michael Craion verði áfram í herbúðum KR en hann bað um nýtt samningstilboð frá KR og fékk það á sunnudag.Craion bað um tilboð „Við buðum honum sama samning og hann var með. Hann er líka mjög spenntur fyrir því að taka þátt í Evrópukeppninni. Það er ekkert fast í hendi fyrr en skrifað er undir en þetta lítur ágætlega út. Fyrst hann bað um samning myndi ég þora að setja einn rauðan á að hann verði áfram í KR. Við teljum líka að hann vilji hjálpa okkur að gera atlögu að þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð, sem væri nú heldur betur afrek,“ segir Böðvar en Tindastóll var á meðal þeirra liða sem vildu fá leikmanninn sterka. Það er ekki útilokað að fleiri leikmenn komi til KR áður en tímabilið hefst og meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við félagið er landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson, en hann lék með Sundsvall Dragons síðasta vetur. „Eina sem ég veit er að hann er að leita að tilboði erlendis. Ég hef samt heyrt í honum og held að hann myndi njóta sín í Vesturbænum. Við höfum samt ekki gert honum neitt tilboð,“ segir Böðvar Guðjónsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira