Annars flokks borgarar Frosti Logason skrifar 30. júlí 2015 07:00 Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur verið í miklum ham undanfarið. Það er greinilegt að hann leyfir sér nú, á seinustu metrum síðara kjörtímabilsins, ýmislegt sem hann hefði átt erfiðara með í upphafi þess fyrra. Í heimsókn hans til Afríku í þessari viku hélt hann áfram að koma á óvart. Þar var talað yfir hausamótunum á karlrembum og hommafóbum. Obama sló rækilega á fingur þeirra og sagði þeim að svona gerum við ekki. Flott hjá honum. Eða hvað? Ef til vill kann einhverjum að þykja þetta hreinn og klár yfirgangur. Er velmegunarbumba Vesturlandabúans kannski að byrgja honum sýn í álitlegum siðferðismálum þegar hann ætlast til þess að aðrir menningarheimar komi fram við konur eins og venjulegar manneskjur? Er hommahatur ekki réttmæt skoðun þeirra sem alist hafa upp í þeirri trú? Eru ekki langflestir múslimar friðelskandi, vinalegt fólk sem vill bara fá að kúga konur sínar í friði? Sumir eru þeirrar skoðunar. Það varð líka uppi fótur og fit á meðal vestrænna félagsfræðinga þegar Sameinuðu þjóðirnar lögðu til alþjóðlegan mannréttindasáttmála eftir seinni heimsstyrjöld. Þegar reykinn lagði enn upp úr skorsteinum líkbræðslunnar í Auschwitz. Þá urðu þeir brjálaðir og sögðu mannréttindi vera afstæð. Þessu væri ekki hægt að troða ofan í kokið á þeim sem væru minnimáttar í samfélagi þjóðanna. Þeir eru eflaust enn til félagsvísindamennirnir og pólitísku rétttrúnaðarriddararnir, sem halda því fram að gildi og siðferðisviðmið verði aldrei hægt að kortleggja á rétt og rangt skalanum. Hvert samfélag fyrir sig verði því bara að fá að hafa þetta eftir sínu höfði, byggt á venjum og siðum fyrri alda. Ég segi kjaftæði. Gott og rétt siðferði er það sem hámarkar hamingju og vellíðan allra lifandi vera. Slæmt siðferði er meðal annars að koma fram við konur eins og annars flokks borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur verið í miklum ham undanfarið. Það er greinilegt að hann leyfir sér nú, á seinustu metrum síðara kjörtímabilsins, ýmislegt sem hann hefði átt erfiðara með í upphafi þess fyrra. Í heimsókn hans til Afríku í þessari viku hélt hann áfram að koma á óvart. Þar var talað yfir hausamótunum á karlrembum og hommafóbum. Obama sló rækilega á fingur þeirra og sagði þeim að svona gerum við ekki. Flott hjá honum. Eða hvað? Ef til vill kann einhverjum að þykja þetta hreinn og klár yfirgangur. Er velmegunarbumba Vesturlandabúans kannski að byrgja honum sýn í álitlegum siðferðismálum þegar hann ætlast til þess að aðrir menningarheimar komi fram við konur eins og venjulegar manneskjur? Er hommahatur ekki réttmæt skoðun þeirra sem alist hafa upp í þeirri trú? Eru ekki langflestir múslimar friðelskandi, vinalegt fólk sem vill bara fá að kúga konur sínar í friði? Sumir eru þeirrar skoðunar. Það varð líka uppi fótur og fit á meðal vestrænna félagsfræðinga þegar Sameinuðu þjóðirnar lögðu til alþjóðlegan mannréttindasáttmála eftir seinni heimsstyrjöld. Þegar reykinn lagði enn upp úr skorsteinum líkbræðslunnar í Auschwitz. Þá urðu þeir brjálaðir og sögðu mannréttindi vera afstæð. Þessu væri ekki hægt að troða ofan í kokið á þeim sem væru minnimáttar í samfélagi þjóðanna. Þeir eru eflaust enn til félagsvísindamennirnir og pólitísku rétttrúnaðarriddararnir, sem halda því fram að gildi og siðferðisviðmið verði aldrei hægt að kortleggja á rétt og rangt skalanum. Hvert samfélag fyrir sig verði því bara að fá að hafa þetta eftir sínu höfði, byggt á venjum og siðum fyrri alda. Ég segi kjaftæði. Gott og rétt siðferði er það sem hámarkar hamingju og vellíðan allra lifandi vera. Slæmt siðferði er meðal annars að koma fram við konur eins og annars flokks borgara.