Suður-Ameríka vill aðstoð í útflutningi Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. ágúst 2015 08:00 Sigtryggur Baldursson framkvæmdarstjóri Útón segir bréfið vera mikla viðurkenningu fyrir störf Útón. Vísir/GVA Mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu sendi á dögunum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar eða Útón bréf þar sem ráðið óskar eftir ráðleggingum frá Útón. „Þetta var svolítið skondið því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem við erum að gera. Þeir vilja að við komum og veitum ráðgjöf og miðlum reynslu okkar í uppbyggingu á tónlistarskrifstofu. Það er pínu fyndið því okkar skrifstofa er pínulítil miðað við til dæmis norrænu tónlistarskrifstofurnar. Við höfum einhvern veginn meiri sýnileika á netinu og fólk er að taka vel eftir því sem við erum að gera,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón. Í bréfinu segir að mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu hafi fylgst grannt með gangi mála í íslenskum tónlistarútflutningi og telja þeir Útón vera eina öflugustu tónlistarútflutningsskrifstofu í Evrópu. Ráðið vill fá ráðleggingar og að Útón miðli þekkingu sinni og reynslu í útflutningi tónlistar.HLjómsveitin Of Monsters and Men er dæmi um hljómsveiti sem hefur heldur betur slegið í gegn á erlendri grundu.Mynd/MeredithTruax„Þetta er að verða rosalega mikilvæg grein á Íslandi. Við erum að berjast fyrir því að fá í gang rannsóknarmiðstöð skapandi greina, sem er í raun til í Háskóla Íslands, en viljum fá miðstöðina virkjaða með eins og einum starfsmanni svo við getum séð hvað greinin er að velta,“ útskýrir Sigtryggur. „Það er 1,6 milljarða króna velta af Airwaves-hátíðinni, sem er ein tónlistarhátíð sem fer fram á einni viku. Við erum að tala um að velta af tónleikum íslenskra tónlistarmanna erlendis sé einhvers staðar á bilinu fimm til tíu milljarðar, þannig að þetta er að sjálfsögðu mikilvæg grein,“ bætir Sigtryggur við. Ráðið vill að Sigtryggur ausi af sínum visku- og reynslubrunni og hefur boðið honum á ráðstefnu í Kólumbíu sem fram fer í október. „Mig hefur alltaf langað til þess að fara til Suður-Ameríku og ég ætla að þiggja boðið ef þetta passar inn í skipulagið hjá okkur. Ég er að fara í samnorræna viðskiptaferð til New York til að skoða mögulegt samstarf í byrjun október og svo er CMJ showcase fyrir íslenska tónlistarmenn einnig í New York í sama mánuði en vonandi smellur þetta og ég kemst út.“ Hópur af fólki í tónlist og viðskiptum í Chile er einnig að reyna að búa til sams konar skrifstofu þar í landi. „Það voru aðilar í Chile sem sendu okkur bréf á svipuðum tíma og von um ráðleggingar og aðstoð á sama sviði. Það er auðvitað smá montprik að vera beðinn um svona og að það sé frekar haft samband við okkur en ekki þessar stærri skrifstofur á Norðurlöndunum,“ segir Sigtryggur. Tónlist Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu sendi á dögunum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar eða Útón bréf þar sem ráðið óskar eftir ráðleggingum frá Útón. „Þetta var svolítið skondið því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem við erum að gera. Þeir vilja að við komum og veitum ráðgjöf og miðlum reynslu okkar í uppbyggingu á tónlistarskrifstofu. Það er pínu fyndið því okkar skrifstofa er pínulítil miðað við til dæmis norrænu tónlistarskrifstofurnar. Við höfum einhvern veginn meiri sýnileika á netinu og fólk er að taka vel eftir því sem við erum að gera,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón. Í bréfinu segir að mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu hafi fylgst grannt með gangi mála í íslenskum tónlistarútflutningi og telja þeir Útón vera eina öflugustu tónlistarútflutningsskrifstofu í Evrópu. Ráðið vill fá ráðleggingar og að Útón miðli þekkingu sinni og reynslu í útflutningi tónlistar.HLjómsveitin Of Monsters and Men er dæmi um hljómsveiti sem hefur heldur betur slegið í gegn á erlendri grundu.Mynd/MeredithTruax„Þetta er að verða rosalega mikilvæg grein á Íslandi. Við erum að berjast fyrir því að fá í gang rannsóknarmiðstöð skapandi greina, sem er í raun til í Háskóla Íslands, en viljum fá miðstöðina virkjaða með eins og einum starfsmanni svo við getum séð hvað greinin er að velta,“ útskýrir Sigtryggur. „Það er 1,6 milljarða króna velta af Airwaves-hátíðinni, sem er ein tónlistarhátíð sem fer fram á einni viku. Við erum að tala um að velta af tónleikum íslenskra tónlistarmanna erlendis sé einhvers staðar á bilinu fimm til tíu milljarðar, þannig að þetta er að sjálfsögðu mikilvæg grein,“ bætir Sigtryggur við. Ráðið vill að Sigtryggur ausi af sínum visku- og reynslubrunni og hefur boðið honum á ráðstefnu í Kólumbíu sem fram fer í október. „Mig hefur alltaf langað til þess að fara til Suður-Ameríku og ég ætla að þiggja boðið ef þetta passar inn í skipulagið hjá okkur. Ég er að fara í samnorræna viðskiptaferð til New York til að skoða mögulegt samstarf í byrjun október og svo er CMJ showcase fyrir íslenska tónlistarmenn einnig í New York í sama mánuði en vonandi smellur þetta og ég kemst út.“ Hópur af fólki í tónlist og viðskiptum í Chile er einnig að reyna að búa til sams konar skrifstofu þar í landi. „Það voru aðilar í Chile sem sendu okkur bréf á svipuðum tíma og von um ráðleggingar og aðstoð á sama sviði. Það er auðvitað smá montprik að vera beðinn um svona og að það sé frekar haft samband við okkur en ekki þessar stærri skrifstofur á Norðurlöndunum,“ segir Sigtryggur.
Tónlist Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira