Ætlar ekki að kveikja í sér en er ekki sáttur Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. ágúst 2015 08:30 Selskópnum var refsað fyrir að reyna finna frelsið. Vísir/Pjetur „Ég er ekkert að fara að kveikja í mér í Húsdýragarðinum en mér finnst þetta ákaflega lélegt. Þarna er hugrökk skepna búin að leggja mikið á sig fyrir frelsið og henni launað með því að senda hana í gin refa,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson, textasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg og selavinur með meiru. Hann stofnaði í gær Facebook-síðuna, Þyrmið lífi sprettharða selkópsins. Kópnum, sem slapp úr Húsdýragarðinum aðfaranótt mánudags var slátrað í gær, þrátt fyrir að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefðu sagt að hann fengi að lifa fram á haust og yrði þá notaður í fóður fyrir refi. Facebook-síðan sem Haukur Viðar stofnaði, varð strax mjög vinsæl og hafði tæplega þúsund manns líkað við síðuna á fyrstu fimm klukkustundunum. „Þetta sýnir það og sannar að fólki er ekki sama og maður spyr sig hvort það megi ekki opna á þá umræðu að dýragarðar séu tímaskekkja,“ segir Haukur Viðar. Haukur Viðar Alfreðsson „Ég fer ekki í Húsdýragarðinn, enda er ég með ofnæmi fyrir flestum dýrum, ég fór síðast í dýragarð í Þýskalandi árið 1992, mér fannst það gaman en dýrunum fannst það ekki, þó ég efist ekki um að það sé ágætlega hugsað um þau.“ Hilmar Össurarson, settur yfirdýrahirðir, segir að kópnum hafi verið lógað líkt og gert sé við alla þá kópa sem ekki eigi að halda. „Á haustin og seinni part sumars er öllum kópum lógað vegna plássleysis,“ segir Hilmar. Haukur Viðar segist hingað til ekki hafa átt erindi í garðinn og að lógunin breyti engu um það. „Ég er með heiftarlegt dýraofnæmi og læt aðra um það að sniðganga garðinn af þessum ástæðum.“ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Búið að lóga selkópnum sem slapp Yfirdýrahirðir segir það sama gilda um alla kópa sem ekki eigi að halda, þeim sé lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 17:07 Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
„Ég er ekkert að fara að kveikja í mér í Húsdýragarðinum en mér finnst þetta ákaflega lélegt. Þarna er hugrökk skepna búin að leggja mikið á sig fyrir frelsið og henni launað með því að senda hana í gin refa,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson, textasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg og selavinur með meiru. Hann stofnaði í gær Facebook-síðuna, Þyrmið lífi sprettharða selkópsins. Kópnum, sem slapp úr Húsdýragarðinum aðfaranótt mánudags var slátrað í gær, þrátt fyrir að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefðu sagt að hann fengi að lifa fram á haust og yrði þá notaður í fóður fyrir refi. Facebook-síðan sem Haukur Viðar stofnaði, varð strax mjög vinsæl og hafði tæplega þúsund manns líkað við síðuna á fyrstu fimm klukkustundunum. „Þetta sýnir það og sannar að fólki er ekki sama og maður spyr sig hvort það megi ekki opna á þá umræðu að dýragarðar séu tímaskekkja,“ segir Haukur Viðar. Haukur Viðar Alfreðsson „Ég fer ekki í Húsdýragarðinn, enda er ég með ofnæmi fyrir flestum dýrum, ég fór síðast í dýragarð í Þýskalandi árið 1992, mér fannst það gaman en dýrunum fannst það ekki, þó ég efist ekki um að það sé ágætlega hugsað um þau.“ Hilmar Össurarson, settur yfirdýrahirðir, segir að kópnum hafi verið lógað líkt og gert sé við alla þá kópa sem ekki eigi að halda. „Á haustin og seinni part sumars er öllum kópum lógað vegna plássleysis,“ segir Hilmar. Haukur Viðar segist hingað til ekki hafa átt erindi í garðinn og að lógunin breyti engu um það. „Ég er með heiftarlegt dýraofnæmi og læt aðra um það að sniðganga garðinn af þessum ástæðum.“
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Búið að lóga selkópnum sem slapp Yfirdýrahirðir segir það sama gilda um alla kópa sem ekki eigi að halda, þeim sé lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 17:07 Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13
Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31
Búið að lóga selkópnum sem slapp Yfirdýrahirðir segir það sama gilda um alla kópa sem ekki eigi að halda, þeim sé lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 17:07