Vinsælustu Íslendingarnir á Snapchat Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Auðunn og félagar í FM95Blö eru með 31.000 fylgjendur á Snapchat. Þeir heita einfaldlega fm95blo á forritinu. Vísir/Pjetur Fyrir flesta er snjallsímaforritið Snapchat tól til þess að senda persónuleg skilaboð á milli vina eða deila augnablikum úr daglegu lífi. Nokkrir íslenskir snapparar eru þó vinsælli en aðrir og hafa safnað að sér fjölda aðdáenda. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst þá er aðgangurinn FM95Blö, sem er í umsjón Auðuns Blöndal, Steinda og Gillz, sá allra vinsælasti með í kringum 31.000 fylgjendur.31.000 fylgjast með FM95Blö „Við byrjuðum með snappið fyrir hálfu ári og ég held að hæsta talan sem hefur horft á snöppin sé í kringum 31.000 manns. Þegar það eru komnir svona margir fylgjendur þá byrja fyrirtækin að lýsa yfir áhuga á að auglýsa í gegnum snappið en við höfum hingað til ekki gert það. Eina reglan sem við erum með er að sagan má ekki vera yfir 100 sekúndur. Annars held ég að galdurinn við góða snappsögu sé að vera á skemmtilegum stað með skemmtilegu fólki,“ segir Auðunn en hann segir að aðrir góðir íslenskir snapparar séu Pétur Jóhann og Sóli Hólm. Fleiri vinsælir snapparar á Íslandi eru meðal annars Björn Bragi, Pétur Jóhann, Manúela Ósk, Emmsje Gauti, Jón Jónsson og AmabAdamA.Fyrirtæki nýta sér tæknina Fyrirtæki hafa verið að byrja með snapchat-aðgang þar sem þau fá til sín ýmsa þekkta einstaklinga til þess að sjá um hann í nokkra daga. Vinsælustu fyrirtækjaaðgangarnir eru Nova sem er líklegast langstærstur, fotbolti.net, verslunin Nike Air, Síminn og margir fleiri sem nota Snapchat til þess að vekja á sér athygli.Pétur Jóhann heitir Peturjohann99 á Snapchat.Að sögn Ragnars Trausta Ragnarssonar, umsjónarmanns Nova-snappsins, eru snappsögurnar í raun raunveruleikasjónvarp sem er persónulegt og þarf að hafa upphaf, miðju og endi. „Það mundi enginn nenna að fylgjast með okkur ef við værum að kynna vörurnar okkar og þjónustu. Við reynum að hafa efni sem er efst á baugi hverju sinni. Við erum með í kringum 30.000 fylgjendur, fer oft eftir hverjir eru að sjá um það.“Grínararnir vinsælir Björn Bragi sjónvarpsmaður er með 15.000 fylgjendur en hann hefur verið rólegur á Snapchat í sumar. „Ég er miklu virkari á veturna. Ég held að fólk fíli það þegar maður er að gera eitthvað skemmtilegt með skemmtilegu fólki og svo má það ekki vera of langdregið,“ segir Björn en Pétur Jóhann Sigfússon er sama sinnis með virknina á veturna. Amabadama heita Amabadaman á Snapchat.„Ég er bara búinn að vera í sumarfríi og ekki að gera neitt merkilegt af mér. Þegar það er virkt þá hendi ég einhverju léttmeti þarna inn og ef ég er með einhver skilaboð þá eru þau yfirleitt algjört kjaftæði.“ Pétur er með 22.000 fylgjendur.Aðdáendur fá að fylgjast með Hljómsveitin AmabAdamA heldur uppi Snapchat-aðgangi og sýnir frá æfingum, undirbúningi fyrir tónleika og fleira. „Við vorum mjög öflug um helgina enda vorum við að spila á fimm tónleikum. Við erum komin með 6.000 fylgjendur en það er gaman að vita af því að fólk hafi áhuga,“ segir Salka Sól Eyfeld. Hún heldur sjálf úti persónulegum aðgangi fyrir sig og vini sína. „Það er stelpa sem heitir líka salkasól á Snapschat og hún þarf að eyða nokkrum vinabeiðnum á dag þar sem fólk heldur að það sé að adda mér.“ Nokkrir af vinælustu snöppurum landsins eru eftirfarandi:fm95blopeturjohann99bjornbragimanuelaoskemmsjegautiamabadamantolfnullnullfotboltinetfridrikdorjonjonssonmusicattan_officialVinsælasti snappari heims er hinsvegar engin önnur en raunveruleikastjarnan Kylie Jenner en snapchat aðgangurinn hennar er kylizzlemynizzl Tengdar fréttir 13.500 fylgjast með keppendum í Ungfrú Ísland á Snapchat Lesendur Vísis geta fylgst með stúlkunni sem sér um Snapchatið í dag gefa öndunum brauð og taka léttan badminton leik. 14. júlí 2015 19:38 Auðunn Blöndal „snappar“ frá Las Vegas Fjölmargir Íslendingar eru komnir til Vegas til að fylgjast með bardaga Gunnars Nelson og Brandon Thatch sem fram fer á laugardaginn. 9. júlí 2015 18:01 Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Fleiri fréttir Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Sjá meira
Fyrir flesta er snjallsímaforritið Snapchat tól til þess að senda persónuleg skilaboð á milli vina eða deila augnablikum úr daglegu lífi. Nokkrir íslenskir snapparar eru þó vinsælli en aðrir og hafa safnað að sér fjölda aðdáenda. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst þá er aðgangurinn FM95Blö, sem er í umsjón Auðuns Blöndal, Steinda og Gillz, sá allra vinsælasti með í kringum 31.000 fylgjendur.31.000 fylgjast með FM95Blö „Við byrjuðum með snappið fyrir hálfu ári og ég held að hæsta talan sem hefur horft á snöppin sé í kringum 31.000 manns. Þegar það eru komnir svona margir fylgjendur þá byrja fyrirtækin að lýsa yfir áhuga á að auglýsa í gegnum snappið en við höfum hingað til ekki gert það. Eina reglan sem við erum með er að sagan má ekki vera yfir 100 sekúndur. Annars held ég að galdurinn við góða snappsögu sé að vera á skemmtilegum stað með skemmtilegu fólki,“ segir Auðunn en hann segir að aðrir góðir íslenskir snapparar séu Pétur Jóhann og Sóli Hólm. Fleiri vinsælir snapparar á Íslandi eru meðal annars Björn Bragi, Pétur Jóhann, Manúela Ósk, Emmsje Gauti, Jón Jónsson og AmabAdamA.Fyrirtæki nýta sér tæknina Fyrirtæki hafa verið að byrja með snapchat-aðgang þar sem þau fá til sín ýmsa þekkta einstaklinga til þess að sjá um hann í nokkra daga. Vinsælustu fyrirtækjaaðgangarnir eru Nova sem er líklegast langstærstur, fotbolti.net, verslunin Nike Air, Síminn og margir fleiri sem nota Snapchat til þess að vekja á sér athygli.Pétur Jóhann heitir Peturjohann99 á Snapchat.Að sögn Ragnars Trausta Ragnarssonar, umsjónarmanns Nova-snappsins, eru snappsögurnar í raun raunveruleikasjónvarp sem er persónulegt og þarf að hafa upphaf, miðju og endi. „Það mundi enginn nenna að fylgjast með okkur ef við værum að kynna vörurnar okkar og þjónustu. Við reynum að hafa efni sem er efst á baugi hverju sinni. Við erum með í kringum 30.000 fylgjendur, fer oft eftir hverjir eru að sjá um það.“Grínararnir vinsælir Björn Bragi sjónvarpsmaður er með 15.000 fylgjendur en hann hefur verið rólegur á Snapchat í sumar. „Ég er miklu virkari á veturna. Ég held að fólk fíli það þegar maður er að gera eitthvað skemmtilegt með skemmtilegu fólki og svo má það ekki vera of langdregið,“ segir Björn en Pétur Jóhann Sigfússon er sama sinnis með virknina á veturna. Amabadama heita Amabadaman á Snapchat.„Ég er bara búinn að vera í sumarfríi og ekki að gera neitt merkilegt af mér. Þegar það er virkt þá hendi ég einhverju léttmeti þarna inn og ef ég er með einhver skilaboð þá eru þau yfirleitt algjört kjaftæði.“ Pétur er með 22.000 fylgjendur.Aðdáendur fá að fylgjast með Hljómsveitin AmabAdamA heldur uppi Snapchat-aðgangi og sýnir frá æfingum, undirbúningi fyrir tónleika og fleira. „Við vorum mjög öflug um helgina enda vorum við að spila á fimm tónleikum. Við erum komin með 6.000 fylgjendur en það er gaman að vita af því að fólk hafi áhuga,“ segir Salka Sól Eyfeld. Hún heldur sjálf úti persónulegum aðgangi fyrir sig og vini sína. „Það er stelpa sem heitir líka salkasól á Snapschat og hún þarf að eyða nokkrum vinabeiðnum á dag þar sem fólk heldur að það sé að adda mér.“ Nokkrir af vinælustu snöppurum landsins eru eftirfarandi:fm95blopeturjohann99bjornbragimanuelaoskemmsjegautiamabadamantolfnullnullfotboltinetfridrikdorjonjonssonmusicattan_officialVinsælasti snappari heims er hinsvegar engin önnur en raunveruleikastjarnan Kylie Jenner en snapchat aðgangurinn hennar er kylizzlemynizzl
Tengdar fréttir 13.500 fylgjast með keppendum í Ungfrú Ísland á Snapchat Lesendur Vísis geta fylgst með stúlkunni sem sér um Snapchatið í dag gefa öndunum brauð og taka léttan badminton leik. 14. júlí 2015 19:38 Auðunn Blöndal „snappar“ frá Las Vegas Fjölmargir Íslendingar eru komnir til Vegas til að fylgjast með bardaga Gunnars Nelson og Brandon Thatch sem fram fer á laugardaginn. 9. júlí 2015 18:01 Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Fleiri fréttir Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Sjá meira
13.500 fylgjast með keppendum í Ungfrú Ísland á Snapchat Lesendur Vísis geta fylgst með stúlkunni sem sér um Snapchatið í dag gefa öndunum brauð og taka léttan badminton leik. 14. júlí 2015 19:38
Auðunn Blöndal „snappar“ frá Las Vegas Fjölmargir Íslendingar eru komnir til Vegas til að fylgjast með bardaga Gunnars Nelson og Brandon Thatch sem fram fer á laugardaginn. 9. júlí 2015 18:01