Fiskidagurinn fer fram í fimmtánda skiptið Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. ágúst 2015 09:00 Gaman Mikill fjöldi fólks sækir Fiskidaginn mikla árlega. mynd/Auðunn Níelsson Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin í Dalvíkurbyggð um helgina í fimmtánda sinn. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, er mjög spenntur og býst við fjölda manns. „Við erum mjög spennt og mjög vel undirbúin, það er mikil spenna í loftinu. Fjölmennasti Fiskidagurinn var þarna ferðasumarið mikla árið 2009 en eftir það hafa þetta verið um 25.000 til 30.000 manns á hverju ári,“ segir Júlíus. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11.00 og 17.00 í dag. Matseðillinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. „Matseðillinn er mjög spennandi í ár, Friðrik fimmti er nýr yfirkokkur hjá okkur en hann og Úlfar Eysteinsson unnu saman að þessum degi núna en Friðrik er að taka við af Úlfari. Ég veit til þess að það verður boðið upp á nýjungar á Fiskidaginn eins og til dæmis fish and chips,“ útskýrir Júlíus.á æfingu Friðrik Ómar Hjörleifsson einbeittur á æfingu fyrir tónleikana sem fram fara á Fiskideginum mikla.fréttablaðið/vilhelmÍ gærkvöldi buðu íbúar byggðarlagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Í kvöld býður Samherji til stórtónleika með stórskotaliði landsins í tónlistarflutningi og risaflugeldasýningu á eftir. „Þetta eru tæknilega séð stærstu tónleikarnir okkar. Við erum með fleiri flytjendur en hvort við erum með betri verðum við að sjá til,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður en hann og fyrirtæki hans, Rigg ehf., skipuleggur tónleikana. „Þetta verður eins og að fara á þorrablót á prótíni. Við erum að fara að spila allt mögulegt, það verður eitthvað fyrir krakkana og eitthvað fyrir ömmu og afa. Allt frá lögum sem hljóma í útvarpinu í dag og frá því í gamla daga, þekkt íslensk og erlend lög. Þetta verður stórt partí,“ útskýrir Friðrik Ómar. Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram á tónleikunum ásamt helstu tæknimönnum landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.45 í kvöld og lýkur með flugeldasýningu. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin í Dalvíkurbyggð um helgina í fimmtánda sinn. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, er mjög spenntur og býst við fjölda manns. „Við erum mjög spennt og mjög vel undirbúin, það er mikil spenna í loftinu. Fjölmennasti Fiskidagurinn var þarna ferðasumarið mikla árið 2009 en eftir það hafa þetta verið um 25.000 til 30.000 manns á hverju ári,“ segir Júlíus. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11.00 og 17.00 í dag. Matseðillinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. „Matseðillinn er mjög spennandi í ár, Friðrik fimmti er nýr yfirkokkur hjá okkur en hann og Úlfar Eysteinsson unnu saman að þessum degi núna en Friðrik er að taka við af Úlfari. Ég veit til þess að það verður boðið upp á nýjungar á Fiskidaginn eins og til dæmis fish and chips,“ útskýrir Júlíus.á æfingu Friðrik Ómar Hjörleifsson einbeittur á æfingu fyrir tónleikana sem fram fara á Fiskideginum mikla.fréttablaðið/vilhelmÍ gærkvöldi buðu íbúar byggðarlagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Í kvöld býður Samherji til stórtónleika með stórskotaliði landsins í tónlistarflutningi og risaflugeldasýningu á eftir. „Þetta eru tæknilega séð stærstu tónleikarnir okkar. Við erum með fleiri flytjendur en hvort við erum með betri verðum við að sjá til,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður en hann og fyrirtæki hans, Rigg ehf., skipuleggur tónleikana. „Þetta verður eins og að fara á þorrablót á prótíni. Við erum að fara að spila allt mögulegt, það verður eitthvað fyrir krakkana og eitthvað fyrir ömmu og afa. Allt frá lögum sem hljóma í útvarpinu í dag og frá því í gamla daga, þekkt íslensk og erlend lög. Þetta verður stórt partí,“ útskýrir Friðrik Ómar. Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram á tónleikunum ásamt helstu tæknimönnum landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.45 í kvöld og lýkur með flugeldasýningu.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira