Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2015 06:00 Sextán marka maður. Ómar Ingi Magnússon er í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í Rússlandi. Ómar Ingi Magnússon og félagar í íslenska 19 ára landsliðinu hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og þar á meðal eru sigrar á móti Þýskalandi og Spáni. Strákarnir unnu Egypta í gær. „Þetta hefur byrjað vel hjá okkur þó að leikurinn í dag hafi ekki verið upp á marga fiska. Tveir fyrstu voru mjög góðir hjá okkur en þessi er vonandi bara undantekningin. Við kláruðum hann og það er það sem skipti máli,“ segir Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska liðinu. Íslenska liðið lét sér nægja tveggja marka sigur á Egyptum 31-29 en áður hafði liðið unnið Þýskaland 34-26 og Spán með einu marki, 25-24. „Við spiluðum mjög vel á móti Þýskalandi og vorum frábærir á móti Spáni. Stemningin er góð hjá okkur og allir eru glaðir og flottir,“ segir Ómar Ingi sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með sextán mörk í þessum þremur leikjum. Íslenska liðið vann Opna Evrópumótið í Gautaborg með sigri á Svíum í úrslitaleik og strákarnir hafa haldið sigurförinni áfram á þessu móti. „Við erum ekki búnir að tapa í þó nokkurn tíma, síðan í fyrra einhvern tímann,“ segir Ómar Ingi. „Við ætlum okkur stóra hluti á þessu móti en markmiðið núna er samt bara að klára riðilinn. Það eru tveir leikir eftir í riðlinum og við þurfum að klára þá almennilega til að fá sem auðveldastan andstæðing í 16 liða úrslitunum. Síðan pælum við bara í 16 liða úrslitunum þegar þar að kemur,“ segir Ómar Ingi og passar sig á því að tala ekki af sér. Íslenska nítján ára liðið er búið að vinna alla fjórtán leiki sína á árinu 2015. Sigurinn á Spáni þar sem Ómar Ingi skoraði sigurmarkið er einn af þeim stærri til þessa í ár „Spánn lenti í þriðja sæti á Evrópumótinu í fyrra og er með eitt af bestu liðum í heimi. Á góðum degi erum við þar líka. Við getum unnið alla en þetta getur líka farið illa á móti öllum ef við erum ekki á tánum,“ segir Ómar Ingi. „Það eru sömu gildi í gangi hjá okkur eins og öllum íslenskum liðum sem er stemningin, barátta og vilji. Við erum flest allir í góðum hlutverkum hjá liðunum okkar heima. Við fáum þar mikið að gera og það er sett ábyrgð á okkur sem þroskar okkur gríðarlega,“ segir Ómar Ingi sem er frá Selfossi en spilað með Val á síðasta ári. „Hvert smáatriði skiptir máli í svona leikjum og hver ákvörðun skiptir máli. Hausinn er einbeittur á riðilinn núna en síðan koma aðrar hugsanir eftir það. Við ætlum bara að taka einn leik í einu,“ segir Ómar en liðið mætir Noregi í dag. Norðmenn hafa líka unnið þrjá fyrstu leiki sína. „Norðmenn eru stórir og sterkir. Þeir keyra líka mikið og þetta verður erfiður leikur,“ segir Ómar og hann viðurkennir að það sé hungur í fleiri sigra innan íslenska liðsins. „Það væri ekki verra að geta haldið sigurgöngunni áfram fram eftir ágústmánuði,“ segir Ómar Ingi. Handbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon og félagar í íslenska 19 ára landsliðinu hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og þar á meðal eru sigrar á móti Þýskalandi og Spáni. Strákarnir unnu Egypta í gær. „Þetta hefur byrjað vel hjá okkur þó að leikurinn í dag hafi ekki verið upp á marga fiska. Tveir fyrstu voru mjög góðir hjá okkur en þessi er vonandi bara undantekningin. Við kláruðum hann og það er það sem skipti máli,“ segir Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska liðinu. Íslenska liðið lét sér nægja tveggja marka sigur á Egyptum 31-29 en áður hafði liðið unnið Þýskaland 34-26 og Spán með einu marki, 25-24. „Við spiluðum mjög vel á móti Þýskalandi og vorum frábærir á móti Spáni. Stemningin er góð hjá okkur og allir eru glaðir og flottir,“ segir Ómar Ingi sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með sextán mörk í þessum þremur leikjum. Íslenska liðið vann Opna Evrópumótið í Gautaborg með sigri á Svíum í úrslitaleik og strákarnir hafa haldið sigurförinni áfram á þessu móti. „Við erum ekki búnir að tapa í þó nokkurn tíma, síðan í fyrra einhvern tímann,“ segir Ómar Ingi. „Við ætlum okkur stóra hluti á þessu móti en markmiðið núna er samt bara að klára riðilinn. Það eru tveir leikir eftir í riðlinum og við þurfum að klára þá almennilega til að fá sem auðveldastan andstæðing í 16 liða úrslitunum. Síðan pælum við bara í 16 liða úrslitunum þegar þar að kemur,“ segir Ómar Ingi og passar sig á því að tala ekki af sér. Íslenska nítján ára liðið er búið að vinna alla fjórtán leiki sína á árinu 2015. Sigurinn á Spáni þar sem Ómar Ingi skoraði sigurmarkið er einn af þeim stærri til þessa í ár „Spánn lenti í þriðja sæti á Evrópumótinu í fyrra og er með eitt af bestu liðum í heimi. Á góðum degi erum við þar líka. Við getum unnið alla en þetta getur líka farið illa á móti öllum ef við erum ekki á tánum,“ segir Ómar Ingi. „Það eru sömu gildi í gangi hjá okkur eins og öllum íslenskum liðum sem er stemningin, barátta og vilji. Við erum flest allir í góðum hlutverkum hjá liðunum okkar heima. Við fáum þar mikið að gera og það er sett ábyrgð á okkur sem þroskar okkur gríðarlega,“ segir Ómar Ingi sem er frá Selfossi en spilað með Val á síðasta ári. „Hvert smáatriði skiptir máli í svona leikjum og hver ákvörðun skiptir máli. Hausinn er einbeittur á riðilinn núna en síðan koma aðrar hugsanir eftir það. Við ætlum bara að taka einn leik í einu,“ segir Ómar en liðið mætir Noregi í dag. Norðmenn hafa líka unnið þrjá fyrstu leiki sína. „Norðmenn eru stórir og sterkir. Þeir keyra líka mikið og þetta verður erfiður leikur,“ segir Ómar og hann viðurkennir að það sé hungur í fleiri sigra innan íslenska liðsins. „Það væri ekki verra að geta haldið sigurgöngunni áfram fram eftir ágústmánuði,“ segir Ómar Ingi.
Handbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira