Frægt fólk á Íslandi árið 2014 2. janúar 2015 11:00 Margar þekktar stjörnur sóttu Ísland heim á árinu sem er að líða. Sumar létu lítið fyrir sér fara á meðan að aðrar voru ekki að fela neitt. Nordicphotos/Getty Ísland er eins og flestar vita, að verða einn heitasti staðurinn í heiminum til þess að heimsækja en margir þekktir einstaklingar sóttu landið heim á árinu. Heimsfrægir leikarar, tónlistarmenn og athafnafólk dvöldu hér á landi í ýmist langan eða stuttan tíma og spruttu að jafnaði upp umræður um tiltekið fólk í kjölfarið. Fjöldi tónleika og kvikmyndaverkefna varð þess valdandi að margir komu hingað en þó var einnig talsverður fjöldi þekktra stjarna sem kom hingað til þess að fá frí og hvíla lúin bein.Beyoncé og Jay ZNordicphotos/Getty Eitt heitasta og elskaðasta par heimsins í dag, Beyoncé og Jay Z, sóttu Ísland heim fyrir skömmu. Þrátt fyrir að mikið hafi verið talað um parið á meðan á dvölinni stóð, náðu þau að vera út af fyrir sig og hylja slóð sína. Beyoncé birti svo myndir frá Íslandi og er greinilegt að parið naut sín vel hér á landi.Jordan Belfort og John Galliano Jordan Belfort, eða úlfurinn á Wall Street kom og miðlaði sinni þekkingu í maímánuði. Hann varð sérlega þekktur eftir að myndin, The Wolf of Wall Street kom út, en hún er byggð á sögu hans og ævi. John Galliano mætti hingað til lands í desember, ásamt kærasta sínum, stílistanum Alexis Roche og Vogue-ritstjóranum margrómaða Hamish Bowles. Galliano er einn frægasti fatahönnuður í heimi og hefur meðal annars stýrt tískuhúsum á borð við Givenchy, Dior og Galliano.Robbie Fowler og Peter Schmeichel Marka- hrókurinn Robbie Fowler hitti almenna aðdáendur sína og Pool-ara á Spot í mars á árinu. Danski markmaðurinn Peter Schmeichel kom til Íslands í september. Hann hjólaði meðal annars um landið og tók einnig lagið á Danska barnum, enda mikill töffari hér á ferð.Chrissy Teigen og Cara Delevingne Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans Johns Legend, heimsótti landið í ágústmánuði. Teigen setti meðal annars myndir af sér á Instagram þar sem hún var að spóka sig við Reykjavíkurhöfn, hún klæddist stórri úlpu og skrifaði undir myndina. „Staðreynd. Ísland er kalt.“ Súpermódelið Cara Delevingne kom hingað til lands í mars. Hún birti myndband á Instagram-reikningi sínum af komusalnum í Leifstöð. Ian McKellen Ian McKellen kom hingað til lands í september. McKellen er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Lord of the Rings þríleiknum þar sem hann lék Gandalf. Hann dvaldi meðal annars á skemmtistaðnum Bravó í rúma klukkustund og hlýddi á DJ-inn Mr. Silla.Daryl Hannah Leikkonan Daryl Hannah varði talsverðum tíma á Íslandi í ágúst. En hún var, eins og leikarinn Naveen Andrews, stödd hér á landi við tökur á nýrri sjónvarpsseríu, Sense8. Naveen Andrews Leikarinn Naveen Andrews, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, heimsótti landið í ágúst. Hann var hress og leyfði fólki meðal annars að fá myndir af sér með honum. Naveen var hér á landi til að leika í Netflix-sjónvarpsþáttaseríunni Sense8.Stanley Tucci Bandaríski kvikmyndaleikarinn Stanley Tucci teygaði ölið á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði þegar tökumann Stöðvar 2 bar að garði. Hann kom hingað til lands vegna sjónvarpsþáttanna Fortitude, en tökur á þeim fóru fram á Reyðarfirði og Eskifirði. Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
Ísland er eins og flestar vita, að verða einn heitasti staðurinn í heiminum til þess að heimsækja en margir þekktir einstaklingar sóttu landið heim á árinu. Heimsfrægir leikarar, tónlistarmenn og athafnafólk dvöldu hér á landi í ýmist langan eða stuttan tíma og spruttu að jafnaði upp umræður um tiltekið fólk í kjölfarið. Fjöldi tónleika og kvikmyndaverkefna varð þess valdandi að margir komu hingað en þó var einnig talsverður fjöldi þekktra stjarna sem kom hingað til þess að fá frí og hvíla lúin bein.Beyoncé og Jay ZNordicphotos/Getty Eitt heitasta og elskaðasta par heimsins í dag, Beyoncé og Jay Z, sóttu Ísland heim fyrir skömmu. Þrátt fyrir að mikið hafi verið talað um parið á meðan á dvölinni stóð, náðu þau að vera út af fyrir sig og hylja slóð sína. Beyoncé birti svo myndir frá Íslandi og er greinilegt að parið naut sín vel hér á landi.Jordan Belfort og John Galliano Jordan Belfort, eða úlfurinn á Wall Street kom og miðlaði sinni þekkingu í maímánuði. Hann varð sérlega þekktur eftir að myndin, The Wolf of Wall Street kom út, en hún er byggð á sögu hans og ævi. John Galliano mætti hingað til lands í desember, ásamt kærasta sínum, stílistanum Alexis Roche og Vogue-ritstjóranum margrómaða Hamish Bowles. Galliano er einn frægasti fatahönnuður í heimi og hefur meðal annars stýrt tískuhúsum á borð við Givenchy, Dior og Galliano.Robbie Fowler og Peter Schmeichel Marka- hrókurinn Robbie Fowler hitti almenna aðdáendur sína og Pool-ara á Spot í mars á árinu. Danski markmaðurinn Peter Schmeichel kom til Íslands í september. Hann hjólaði meðal annars um landið og tók einnig lagið á Danska barnum, enda mikill töffari hér á ferð.Chrissy Teigen og Cara Delevingne Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans Johns Legend, heimsótti landið í ágústmánuði. Teigen setti meðal annars myndir af sér á Instagram þar sem hún var að spóka sig við Reykjavíkurhöfn, hún klæddist stórri úlpu og skrifaði undir myndina. „Staðreynd. Ísland er kalt.“ Súpermódelið Cara Delevingne kom hingað til lands í mars. Hún birti myndband á Instagram-reikningi sínum af komusalnum í Leifstöð. Ian McKellen Ian McKellen kom hingað til lands í september. McKellen er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Lord of the Rings þríleiknum þar sem hann lék Gandalf. Hann dvaldi meðal annars á skemmtistaðnum Bravó í rúma klukkustund og hlýddi á DJ-inn Mr. Silla.Daryl Hannah Leikkonan Daryl Hannah varði talsverðum tíma á Íslandi í ágúst. En hún var, eins og leikarinn Naveen Andrews, stödd hér á landi við tökur á nýrri sjónvarpsseríu, Sense8. Naveen Andrews Leikarinn Naveen Andrews, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, heimsótti landið í ágúst. Hann var hress og leyfði fólki meðal annars að fá myndir af sér með honum. Naveen var hér á landi til að leika í Netflix-sjónvarpsþáttaseríunni Sense8.Stanley Tucci Bandaríski kvikmyndaleikarinn Stanley Tucci teygaði ölið á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði þegar tökumann Stöðvar 2 bar að garði. Hann kom hingað til lands vegna sjónvarpsþáttanna Fortitude, en tökur á þeim fóru fram á Reyðarfirði og Eskifirði.
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira