Lavigne greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni fyrr í kvöld. Þar segir hún að það sé með trega í hjarta sem hún greini frá því að þau Kroeger hafi ákveðið að skilja. Þau séu þó enn og ávallt verði bestu vinir og þyki enn vænt hvort um annað. Með fylgir svo mynd úr brúðkaupi þeirra í Frakklandi í júlí 2013.
Lavigne og Kroeger höfðu verið saman frá árinu 2012.
Kroeger er aðalsöngvari sveitarinnar Nickelback.