Lífið

Ice-forskeytið vinsælt og gamalreynt

Jakob Bjarnar skrifar
Fjármálaráðherra vissi nákvæmlega hvað hann var að gera þegar hann vildi vekja athygli á sér á erlendum vettvangi en jafnframt vera trúr uppruna sínum.
Fjármálaráðherra vissi nákvæmlega hvað hann var að gera þegar hann vildi vekja athygli á sér á erlendum vettvangi en jafnframt vera trúr uppruna sínum.
Sú frétt gærdagsins sem flaug einna hæst var sú af skráningu fjármálaráðherra landsins, Bjarna Benediktssonar á hinn alþjóðlega framhjáhaldsvef Ashley Madison. Eiginkona Bjarna, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, greindi frá því að þau hafi í bríaríi skráð sig þar til leiks árið 2008 til að kanna málin en Bjarni greip til notendanafnsins IceHot1.

Ekki þurfti neina auglýsingaspekúlanta eða almannatengla til að segja þeim hjónum það að Ice-forskeytið virkar ef Íslendingar vilja vekja athygli á sér á alþjóðlegum vettvangi enda er komin reynsla á það og hefur gefist þeim vel sem vilja vísa til uppruna síns jafnframt. Þarna fetar Bjarni slóðir sem eru troðnar, enda óþarfi að finna upp hjólið. Í þessu tilfelli vísar Ice ekki til íss sem slíks, enda væri það algjör della að tala um ísheitt. Þó sannleikurinn búi að einhverju leyti í mótsögnum lýsir þetta ekki mikilli virkni. (Reyndar hafa sérfræðingar Vísis komist að því að reikningur Bjarna var afskaplega óvirkur en varla var lagt upp með það í upphafi.) Hér vísar forskeytið vitaskuld beint til móðurmoldarinnar Íslands; Iceland.

En, meðfylgjandi mynd fer nú um samfélagsmiðlana sem undirstrikar þessi gömlu sannindi. Myndin er samsett og sýnir Bjarna sem IceHot1 og svo þrjá aðra einstaklinga sem notast við Ice-eitthvað. Geir Ólafsson söngvarinn góðkunni hefur notað IceBlue á alþjóðlegum vettvangi með góðum árangri eins og þekkt er. Sú sem náð hefur einna bestum árangri Íslendinga á erlendri grundu, og má eflaust rekja hann að einhverju leyti til þess listamannsnafns sem hún hefur notað, er svo vitaskuld Ásdís Rán: Ice-Queen. Og þá hefur fyrirsætan frá Suðurnesjum, Hulda Lind Kristinsdóttir, vakið verulega athygli fyrir ögrandi myndskeið sín á YouTube en þau birtir hún undir listamannanafninu Ice-Body.


Tengdar fréttir

IceHot1 ísinn kominn í sölu

Nú hefur ísbúðin Valdís sett ís í sölu sem gengur undir nafninu Icehot1. Um er að ræða ís sem inniheldur hvítt súkkulaði og chilli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×