Hákarlarnir sem komu fram með söngkonunni Katy Perry í hálfleikssýningunni á Superbowl á sunnudag stálu svo sannarlega senunni, og þá sérstaklega sá sem var vinstra megin við söngkonuna.
Nú hefur maður að nafni Matty Clark tekið aðdáun á hákarlinum upp í nýjar hæðir þegar hann lét húðflúra hann á hendina minna en sólarhring eftir sýninguna.
Húðflúrið góðaVísirFyrir þá sem misstu einhverra hluta vegna af glæsilegri frammistöðu hákarlanna má finna hana hér.