Lífið

Óhugnaður í uppsiglingu

Vera Einarsdóttir skrifar
Eftir.
Eftir. MYND/STEFÁN
Halloween eða hrekkjavökuna ber upp á síðasta dag októbermánaðar ár hvert og hittir nú á laugardag. Mörg hrekkjavökupartí eru fyrirhuguð hjá ungum sem öldnum og er víða keppst við að finna búninga, veitingar og skraut. Hér er tillaga að hrollvekjandi förðun.

Það eru ýmsar tískusveiflur í hrekkjavökubúningum á milli ára en að sögn Kristínar I. Stefánsdóttur, eiganda MUD Studio Reykjavík, eru hauskúpuandlit áberandi þetta árið. Förðunarmeistarinn Hrvoje Kozul, sem kennir við skólann, sýnir hér hvernig eitt slíkt verður til skref fyrir skref. Hann notar air-brush förðun, augnskugga, púður og eyeliner til verksins.

Kristín opnaði MUD Studio Reykjavík fyrr í mánuðinum en hún á að baki yfir 30 ár í förðunarbransanum. „Ég stofnaði No name förðunarskólann árið 1997. Hann var fyrsti förðunarskóli landsins og starfar enn. Síðar kom ég að stofnun Snyrtiakademíunnar sem var fyrsti snyrtiskóli landsins. Ég opnaði svo MUD Studio Reykjavík í byrjun október en með tilkomu skólans geta Íslendingar nú í fyrsta skipti hlotið alþjóðleg förðunarréttindi hér heima," upplýsir Kristín.

Kristín segir margar fyrirspurnir hafa borist fyrir Halloween en nemendur skólans taka allir að sér að farða fyrir hvers kyns Halloween-partí. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook.

FyrirFyrirsæta: Hafdís Hildur Clausen
Með air-brush tækninni nær förðunarmeistarinn Hrvoje Kozul jafnri áferð.
Hrvoje notaði augnskugga, eyeliner og púður til verksins.
Kúpan að taka á sig mynd.
Gjörbreytt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×