Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Grótta 22-20 | Eyjakonur lögðu meistarana Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 29. október 2015 19:30 Vera Lopes var atkvæðamikil hjá ÍBV í kvöld og skoraði níu mörk. Vísir/Valli ÍBV er með fullt hús stiga á toppi Olísdeildar kvenna eftir sigur á Íslandsmeisturum Gróttu á heimavelli í kvöld. Bæði lið voru ósgruð fyrir leik kvöldsins. ÍBV leiddi með þremur mörkum, 12-9, að loknum fyrri hálfleik en Grótta náði að jafna metin tólf mínútum fyrir leikslok. Liðin héldust að næstu mínúturnar en ÍBV skoraði síðustu tvö mörk leiksins og tryggði sér sigurinn, ekki síst vegna frammistöðu Erlu Rósar Sigmarsdóttur í marki ÍBV á lokamínútunum. Erla Rós varði alls þrettán skot í leiknum en hinum megin á vellinum var Íris Björk Símonardóttir öflug en hún varði sextán skot fyrir Gróttu. Vera Lopes var langmarkahæsti leikmaður vallarins með níu mörk úr alls átján skotum. Telma Amado skoraði fimm örk en þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Sunna María Einarsdóttir skoruðu fjögur hvor fyrir Gróttu. Leikurinn var frábær skemmtun en fyrir leikinn höfðu bæði liðin unnið alla sína sjö leiki og því um algjöran toppslag að ræða. Eyjakonur voru þó yfir mestallan leikinn og voru að spila glimrandi góðan handbolta. Gestirnir í Gróttu áttu í vandræðum með varnarleik Eyjakvenna en Grótta hefur verið í vandræðum sóknarlega í vetur. Varnir liðanna voru þó til fyrirmyndar heilt yfir en tæknifeilar voru ótrúlega margir í leiknum. Gróttukonur byrjuðu betur og voru yfir á flestum tölum í byrjun, þá voru þær þó að hiksta sóknarlega og virtust eiga helling inni. Í stöðunni 8-7 fyrir ÍBV kom flottur kafli hjá þeim, Erla Rós Sigmarsdóttir varði vítakast og sóknarleikurinn gekk frábærlega. Staðan var því orðin 11-7 eftir þrjú frábær mörk þeirra. Þá kom annars eins kafli en nú hjá Gróttukonum, þar varði Íris víti en þær skoruðu tvö mörk og minnkuðu muninn niður. Þegar lokaflautan gall í fyrri hálfleik dæmdi Hafsteinn Ingibergsson mark, þegar skot Drífu Þorvaldsdóttur hafnaði í netinu. Eftir að dómarar og eftirlitsmaður HSÍ ræddu saman við ritaraborðið var ákveðið að dæma markið af Eyjakonum, eftir að liðin höfðu labbað til búningsherbergja. Vitaskuld voru áhorfendur í stúkunni óánægðir þegar fréttirnar bárust út en það er skiljanlegt. Í síðari hálfleik virkuðu Gróttustelpur betri en þær jöfnuðu metin þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum, héldu þá margir að þær myndu stinga af en það gerðu þær ekki. Enn fleiri sóknarfeilar litu dagsins ljós hjá Gróttu og ÍBV tók leikinn á seiglunni. Telma Amado og Vera Lopes voru frábærar á lokakaflanum, ásamt Erlu Rós í markinu. Hamingjan skein úr hverju andliti í Eyjaliðinu eftir leik en sigurinn er gríðarlega sterkur í ljósi stöðu liða í deildinni.Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/ValliKári: Notalegt á hóteli og Einsa Kalda Kári Garðarsson, þjálfari Gróttukvenna, viðurkenndi eftir leik að Íslandsmeistararnir hefðu tapað fyrir betra liði í kvöld. „Það er alltaf vont að tapa. Við töpuðum fyrir betra liði í dag. Þær voru grimmari og höfðu meiri löngun til að vinna,“ sagði Kári. „Það var reyndar mjög sárt fyrir okkur að fara með jafn mikið af færum þegar við loksins sköpuðum okkur þau. En hún varði mjög vel í markinu hjá þeim.“ Hann segir að Grótta hafi lent í erfiðleikum með varnarleik ÍBV. „Það er þolinmæðisvinna að spila á móti þessu en ef við hefðum nýtt helminginn af þeim færum sem við náðum að skapa okkur værum við í mun betri málum nú.“ Lið Gróttu kom til Vestmannaeyja með Herjólfi stuttu eftir miðnætti í gærkvöldi en Kári segir að það hafi ekki haft áhrif. „Við vorum við bestu aðstæður hér í kvöld og jafnvel betri en fyrir aðra deildarleiki - við vorum á hóteli, borðuðum á Einsa Kalda og höfðum það bara notalegt.“ „Ég get ekki ímyndað mér að það hafi haft áhrif á leikinn í kvöld,“ bætti hann við. „Ég vona að tapið geri það að verkum að við spýtum enn meira í. ÍBV er með mjög öflugt lið og á skilið að vera á toppnum.“Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV.Vísir/ValliHrafnhildur: Viðbjóðslegt að spila á móti vörninni okkar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var hæstánægð með leik sinna mann eftir sigurinn á Gróttu í kvöld. „Það var ætlunin fyrir leikinn að halda okkur taplausum en þetta var rosalegt,“ sagði Hrafnhildur. „Frá fyrstu mínútu var vitað mál að þetta myndi enda okkar megin - ég hafði að minnsta kosti trú á því miðað við hvernig stelpurnar mættu í leikinn.“ ÍBV spilaði góða 5-1 vörn í kvöld eins og svo oft áður á tímabilinu en Grótta lenti í erfiðleikum með hana. „Við erum búnar að spila þessa vörn nokkuð lengi og erum þrusugóðar í henni. Þegar vinnslan á henni gengur vel er viðbjóðslegt fyrir sóknarmann að spila á móti henni,“ sagði hún og hló. Þegar ÍBV var í undirtölu brást Hrafnhildur við með því að taka markvörðinn af velli og spila með aukamann í sókn. Það kostaði þó ÍBV tvö mörk í kvöld. „Við erum búnar að gera þetta í fullt af leikjum og þetta hefur gengið vel. Heilt yfir höfum við grætt meira á þessu en tapað. Við hættum þessum þegar þetta gekk ekki upp í kvöld en maður reynir auðvitað allt.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
ÍBV er með fullt hús stiga á toppi Olísdeildar kvenna eftir sigur á Íslandsmeisturum Gróttu á heimavelli í kvöld. Bæði lið voru ósgruð fyrir leik kvöldsins. ÍBV leiddi með þremur mörkum, 12-9, að loknum fyrri hálfleik en Grótta náði að jafna metin tólf mínútum fyrir leikslok. Liðin héldust að næstu mínúturnar en ÍBV skoraði síðustu tvö mörk leiksins og tryggði sér sigurinn, ekki síst vegna frammistöðu Erlu Rósar Sigmarsdóttur í marki ÍBV á lokamínútunum. Erla Rós varði alls þrettán skot í leiknum en hinum megin á vellinum var Íris Björk Símonardóttir öflug en hún varði sextán skot fyrir Gróttu. Vera Lopes var langmarkahæsti leikmaður vallarins með níu mörk úr alls átján skotum. Telma Amado skoraði fimm örk en þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Sunna María Einarsdóttir skoruðu fjögur hvor fyrir Gróttu. Leikurinn var frábær skemmtun en fyrir leikinn höfðu bæði liðin unnið alla sína sjö leiki og því um algjöran toppslag að ræða. Eyjakonur voru þó yfir mestallan leikinn og voru að spila glimrandi góðan handbolta. Gestirnir í Gróttu áttu í vandræðum með varnarleik Eyjakvenna en Grótta hefur verið í vandræðum sóknarlega í vetur. Varnir liðanna voru þó til fyrirmyndar heilt yfir en tæknifeilar voru ótrúlega margir í leiknum. Gróttukonur byrjuðu betur og voru yfir á flestum tölum í byrjun, þá voru þær þó að hiksta sóknarlega og virtust eiga helling inni. Í stöðunni 8-7 fyrir ÍBV kom flottur kafli hjá þeim, Erla Rós Sigmarsdóttir varði vítakast og sóknarleikurinn gekk frábærlega. Staðan var því orðin 11-7 eftir þrjú frábær mörk þeirra. Þá kom annars eins kafli en nú hjá Gróttukonum, þar varði Íris víti en þær skoruðu tvö mörk og minnkuðu muninn niður. Þegar lokaflautan gall í fyrri hálfleik dæmdi Hafsteinn Ingibergsson mark, þegar skot Drífu Þorvaldsdóttur hafnaði í netinu. Eftir að dómarar og eftirlitsmaður HSÍ ræddu saman við ritaraborðið var ákveðið að dæma markið af Eyjakonum, eftir að liðin höfðu labbað til búningsherbergja. Vitaskuld voru áhorfendur í stúkunni óánægðir þegar fréttirnar bárust út en það er skiljanlegt. Í síðari hálfleik virkuðu Gróttustelpur betri en þær jöfnuðu metin þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum, héldu þá margir að þær myndu stinga af en það gerðu þær ekki. Enn fleiri sóknarfeilar litu dagsins ljós hjá Gróttu og ÍBV tók leikinn á seiglunni. Telma Amado og Vera Lopes voru frábærar á lokakaflanum, ásamt Erlu Rós í markinu. Hamingjan skein úr hverju andliti í Eyjaliðinu eftir leik en sigurinn er gríðarlega sterkur í ljósi stöðu liða í deildinni.Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/ValliKári: Notalegt á hóteli og Einsa Kalda Kári Garðarsson, þjálfari Gróttukvenna, viðurkenndi eftir leik að Íslandsmeistararnir hefðu tapað fyrir betra liði í kvöld. „Það er alltaf vont að tapa. Við töpuðum fyrir betra liði í dag. Þær voru grimmari og höfðu meiri löngun til að vinna,“ sagði Kári. „Það var reyndar mjög sárt fyrir okkur að fara með jafn mikið af færum þegar við loksins sköpuðum okkur þau. En hún varði mjög vel í markinu hjá þeim.“ Hann segir að Grótta hafi lent í erfiðleikum með varnarleik ÍBV. „Það er þolinmæðisvinna að spila á móti þessu en ef við hefðum nýtt helminginn af þeim færum sem við náðum að skapa okkur værum við í mun betri málum nú.“ Lið Gróttu kom til Vestmannaeyja með Herjólfi stuttu eftir miðnætti í gærkvöldi en Kári segir að það hafi ekki haft áhrif. „Við vorum við bestu aðstæður hér í kvöld og jafnvel betri en fyrir aðra deildarleiki - við vorum á hóteli, borðuðum á Einsa Kalda og höfðum það bara notalegt.“ „Ég get ekki ímyndað mér að það hafi haft áhrif á leikinn í kvöld,“ bætti hann við. „Ég vona að tapið geri það að verkum að við spýtum enn meira í. ÍBV er með mjög öflugt lið og á skilið að vera á toppnum.“Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV.Vísir/ValliHrafnhildur: Viðbjóðslegt að spila á móti vörninni okkar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var hæstánægð með leik sinna mann eftir sigurinn á Gróttu í kvöld. „Það var ætlunin fyrir leikinn að halda okkur taplausum en þetta var rosalegt,“ sagði Hrafnhildur. „Frá fyrstu mínútu var vitað mál að þetta myndi enda okkar megin - ég hafði að minnsta kosti trú á því miðað við hvernig stelpurnar mættu í leikinn.“ ÍBV spilaði góða 5-1 vörn í kvöld eins og svo oft áður á tímabilinu en Grótta lenti í erfiðleikum með hana. „Við erum búnar að spila þessa vörn nokkuð lengi og erum þrusugóðar í henni. Þegar vinnslan á henni gengur vel er viðbjóðslegt fyrir sóknarmann að spila á móti henni,“ sagði hún og hló. Þegar ÍBV var í undirtölu brást Hrafnhildur við með því að taka markvörðinn af velli og spila með aukamann í sókn. Það kostaði þó ÍBV tvö mörk í kvöld. „Við erum búnar að gera þetta í fullt af leikjum og þetta hefur gengið vel. Heilt yfir höfum við grætt meira á þessu en tapað. Við hættum þessum þegar þetta gekk ekki upp í kvöld en maður reynir auðvitað allt.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira