Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn Tómas Þór Þórðarson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 9. desember 2015 07:00 Gunnar Nelson er á leið í sinn sjöunda UFC-bardaga. Vísir/Getty Gunnar Nelson kom sterkur til baka í síðasta bardaga sínum þegar hann hengdi Bandaríkjamanninn Brandon Thatch í júlí á þessu ári. Það var mikilvægur endurkomusigur eftir vægast sagt óvænt tap gegn Rick Story, í Stokkhólmi í október í fyrra. Tapið gegn Story er það eina á ferli á Gunnars og Stokkhólmur eini staðurinn sem víkingaför hans um heiminn hefur ekki verið sigursæl. Hann sigldi þess í stað vestur um haf síðast og barðist í fyrsta sinn í Las Vegas, á sjálfu MGM Grand-hótelinu og vann sigur. Sigurför Gunnars hefur verið góð og mikil; jafnt á öllum ferlinum og einnig ef aðeins eru til teknir bardagarnir í UFC. Gunnar Nelson barðist fyrsta sinni í UFC í Nottingham í september 2012 og fór þá létt með Bandaríkjamanninn DaMarques Johnson.Vísir/GettyMikil spenna var á meðal UFC-áhugamanna að sjá íslenska undrabarnið sem kom 9-0-1 inn í UFC og gerði þriggja bardaga samning. Því miður gekk illa að finna fyrsta mótherja Gunnars, en það hefur reyndar því miður gengið stundum erfiðlega. Johnson var alltof þungur fyrir bardagann en það skipti engu máli.Sjá einnig:Gunnar kýlir miklu fastar en Conor Gunnar hélt sig á Englandi en barðist í höfuðborginni í sínum öðrum og þriðja UFC-bardaga. Brasilíumaðurinn Jorge Santiago var felldur fyrst í febrúar 2013, en hann er enn í dag eini maðurinn sem staðið hefur með Gunnari allar loturnar og tapað. Rússinn Omari Akhmedov, strákur sem átti að vera mikil hetja í rússnesku bardagalistinni sambó, átti ekki möguleika í Gunna í næsta bardaga í London. Hann dansaði einhverja skáútgáfu af sambó við okkar mann í tæpa eina lotu og var svo svæfður. Þá var komið að víkingaskipi Gunnars að sigla stutt yfir til Írlands þar sem hann er elskaður og dáður eins og fóstursonur þjóðarinnar. Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings, stór og sterkur strákur sem vann svo næsta bardaga sinn eftir tap gegn Gunnari, lá þar í valnum.Vísir/GettyGunnar hafði ekki barist á Norðurlöndum síðan hann var áhugamaður í september 2008 þegar honum bauðst að vera aðalatriðið í Stokkhólmi í október í fyrra. Því miður kom þar fyrsta tap Gunnars en þar var okkar maður ólíkur sjálfum sér og tapaði. Eftir frægðarför Gunnars til Las Vegas í júlí fær hann nú aftur tækifæri til að berjast á MGM Grand-hótelinu þar sem allir bestu bardagamenn sögunnar hafa sýnt listir sínar. Að þessu sinni mætir hann Brasilíumanninum Demian Maia, besta glímumanni sem Gunnar hefur mætt á ferlinum.Sjá einnig:Minn stærsti bardagi á ferlinum Gunnar sýndi gegn Brandon Thatch að hann er ekki lengur bara gólfglímumaður heldur firnasterkur standandi með mikinn höggþunga. Það þarf ekkert að vera að Maia fá tækifæri til að fara með Gunnari í gólfið. Vonandi liggur hann bara eftir og horfir upp á íslenska víkinginn vinna sjöunda sigurinn í UFC.Vísir/Getty MMA Tengdar fréttir Conor óskar Mjölni til hamingju með afmælið og lofar að koma með beltið til Íslands Conor McGregor, UFC-bardagakappinn, hefur lofað því að koma með UFC-beltið í Mjölnishúsið á næsta ári, en Mjölnir tilkynnti á afmælishátíð sinni í dag að þeir myndu flytja í nýtt húsnæði á næstunni. 28. nóvember 2015 19:17 Svona slökkva Gunnar og Conor á kertum | Myndband Strákarnir sýna snerpu sína með því að slökkva á kertum á óvenjulegan hátt. 6. desember 2015 23:00 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson mætir Demian Maia í Las Vegas Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 194 og mæta Demian Maia. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann vann Brandon Thatch í Las Vegas í júlí. 7. desember 2015 17:23 Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina Gunnar Nelson og Conor McGregor æfðu mjúkar hreyfingar og mældu höggþunga með appi sem undirbúning fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 8. desember 2015 10:00 Minn stærsti bardagi á ferlinum Gunnar Nelson sat fyrir svörum á veitingastað í Los Angeles í nótt. 3. desember 2015 10:45 Gunnar og Conor æfa saman á ströndinni | Myndband Gunnar Nelson og Conor McGregor eru komnir til Bandaríkjanna þar sem þeir æfa nú af kappi fyrir UFC 194 sem fer fram þann 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2015 12:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Sjá meira
Gunnar Nelson kom sterkur til baka í síðasta bardaga sínum þegar hann hengdi Bandaríkjamanninn Brandon Thatch í júlí á þessu ári. Það var mikilvægur endurkomusigur eftir vægast sagt óvænt tap gegn Rick Story, í Stokkhólmi í október í fyrra. Tapið gegn Story er það eina á ferli á Gunnars og Stokkhólmur eini staðurinn sem víkingaför hans um heiminn hefur ekki verið sigursæl. Hann sigldi þess í stað vestur um haf síðast og barðist í fyrsta sinn í Las Vegas, á sjálfu MGM Grand-hótelinu og vann sigur. Sigurför Gunnars hefur verið góð og mikil; jafnt á öllum ferlinum og einnig ef aðeins eru til teknir bardagarnir í UFC. Gunnar Nelson barðist fyrsta sinni í UFC í Nottingham í september 2012 og fór þá létt með Bandaríkjamanninn DaMarques Johnson.Vísir/GettyMikil spenna var á meðal UFC-áhugamanna að sjá íslenska undrabarnið sem kom 9-0-1 inn í UFC og gerði þriggja bardaga samning. Því miður gekk illa að finna fyrsta mótherja Gunnars, en það hefur reyndar því miður gengið stundum erfiðlega. Johnson var alltof þungur fyrir bardagann en það skipti engu máli.Sjá einnig:Gunnar kýlir miklu fastar en Conor Gunnar hélt sig á Englandi en barðist í höfuðborginni í sínum öðrum og þriðja UFC-bardaga. Brasilíumaðurinn Jorge Santiago var felldur fyrst í febrúar 2013, en hann er enn í dag eini maðurinn sem staðið hefur með Gunnari allar loturnar og tapað. Rússinn Omari Akhmedov, strákur sem átti að vera mikil hetja í rússnesku bardagalistinni sambó, átti ekki möguleika í Gunna í næsta bardaga í London. Hann dansaði einhverja skáútgáfu af sambó við okkar mann í tæpa eina lotu og var svo svæfður. Þá var komið að víkingaskipi Gunnars að sigla stutt yfir til Írlands þar sem hann er elskaður og dáður eins og fóstursonur þjóðarinnar. Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings, stór og sterkur strákur sem vann svo næsta bardaga sinn eftir tap gegn Gunnari, lá þar í valnum.Vísir/GettyGunnar hafði ekki barist á Norðurlöndum síðan hann var áhugamaður í september 2008 þegar honum bauðst að vera aðalatriðið í Stokkhólmi í október í fyrra. Því miður kom þar fyrsta tap Gunnars en þar var okkar maður ólíkur sjálfum sér og tapaði. Eftir frægðarför Gunnars til Las Vegas í júlí fær hann nú aftur tækifæri til að berjast á MGM Grand-hótelinu þar sem allir bestu bardagamenn sögunnar hafa sýnt listir sínar. Að þessu sinni mætir hann Brasilíumanninum Demian Maia, besta glímumanni sem Gunnar hefur mætt á ferlinum.Sjá einnig:Minn stærsti bardagi á ferlinum Gunnar sýndi gegn Brandon Thatch að hann er ekki lengur bara gólfglímumaður heldur firnasterkur standandi með mikinn höggþunga. Það þarf ekkert að vera að Maia fá tækifæri til að fara með Gunnari í gólfið. Vonandi liggur hann bara eftir og horfir upp á íslenska víkinginn vinna sjöunda sigurinn í UFC.Vísir/Getty
MMA Tengdar fréttir Conor óskar Mjölni til hamingju með afmælið og lofar að koma með beltið til Íslands Conor McGregor, UFC-bardagakappinn, hefur lofað því að koma með UFC-beltið í Mjölnishúsið á næsta ári, en Mjölnir tilkynnti á afmælishátíð sinni í dag að þeir myndu flytja í nýtt húsnæði á næstunni. 28. nóvember 2015 19:17 Svona slökkva Gunnar og Conor á kertum | Myndband Strákarnir sýna snerpu sína með því að slökkva á kertum á óvenjulegan hátt. 6. desember 2015 23:00 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson mætir Demian Maia í Las Vegas Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 194 og mæta Demian Maia. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann vann Brandon Thatch í Las Vegas í júlí. 7. desember 2015 17:23 Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina Gunnar Nelson og Conor McGregor æfðu mjúkar hreyfingar og mældu höggþunga með appi sem undirbúning fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 8. desember 2015 10:00 Minn stærsti bardagi á ferlinum Gunnar Nelson sat fyrir svörum á veitingastað í Los Angeles í nótt. 3. desember 2015 10:45 Gunnar og Conor æfa saman á ströndinni | Myndband Gunnar Nelson og Conor McGregor eru komnir til Bandaríkjanna þar sem þeir æfa nú af kappi fyrir UFC 194 sem fer fram þann 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2015 12:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Sjá meira
Conor óskar Mjölni til hamingju með afmælið og lofar að koma með beltið til Íslands Conor McGregor, UFC-bardagakappinn, hefur lofað því að koma með UFC-beltið í Mjölnishúsið á næsta ári, en Mjölnir tilkynnti á afmælishátíð sinni í dag að þeir myndu flytja í nýtt húsnæði á næstunni. 28. nóvember 2015 19:17
Svona slökkva Gunnar og Conor á kertum | Myndband Strákarnir sýna snerpu sína með því að slökkva á kertum á óvenjulegan hátt. 6. desember 2015 23:00
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson mætir Demian Maia í Las Vegas Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 194 og mæta Demian Maia. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann vann Brandon Thatch í Las Vegas í júlí. 7. desember 2015 17:23
Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina Gunnar Nelson og Conor McGregor æfðu mjúkar hreyfingar og mældu höggþunga með appi sem undirbúning fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 8. desember 2015 10:00
Minn stærsti bardagi á ferlinum Gunnar Nelson sat fyrir svörum á veitingastað í Los Angeles í nótt. 3. desember 2015 10:45
Gunnar og Conor æfa saman á ströndinni | Myndband Gunnar Nelson og Conor McGregor eru komnir til Bandaríkjanna þar sem þeir æfa nú af kappi fyrir UFC 194 sem fer fram þann 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2015 12:30