Tesla að ráða 1.650 nýja starfsmenn Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 09:26 Tesla Model X jepplingurinn. Autoblog Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla ætlar á næstunni að ráða 1.650 nýja starfmenn viðsvegar um heiminn og bætast þeir við þá 14.000 starfsmenn sem fyrir eru. Þessi störf eru ekki bara í höfuðstöðvum Tesla í Kaliforníu, heldur eru fjölmörg störf í boði í söluumboðum fyrirtæksins um víðan völl, tæknistörf, meðal annars í Noregi og ráðgjafastörf í Frakklandi og Þýskalandi, svo eitthvað sé nefnt. Tesla auglýsir einnig eftir nokkrum verkfræðingum til frekari þróunar á Autopilot sjálfakandi tækni Tesla. Elon Musk, forstjóri Tesla, ætlar sjálfur að taka starfsviðtölin við þá sem um þau störf sækja. Það að fá starf hjá Tesla er þó ekki mjög auðvelt og sést það best á því að um 1,5 milljónir starfsumsókna hefur borist fyrirtækinu á síðustu 14 mánuðum, en fáir þeirra hafa verið ráðnir. Hinsvegar eru þeir sem ráðnir hafa verið mjög ánægðir í starfi sínu. Tesla ætlaði að selja 50.000 bíla í ár, en salan það sem af er ári bendir ekki til þess að það náist þó Tesla muni höggva nokkuð nærri því. Tesla ætlar hinsvegar ekki að slá neitt af og hyggst kynna nýjan Tesla Model 3 bíl árið 2017 og auka með því mjög sölu fyrirtækisins. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla ætlar á næstunni að ráða 1.650 nýja starfmenn viðsvegar um heiminn og bætast þeir við þá 14.000 starfsmenn sem fyrir eru. Þessi störf eru ekki bara í höfuðstöðvum Tesla í Kaliforníu, heldur eru fjölmörg störf í boði í söluumboðum fyrirtæksins um víðan völl, tæknistörf, meðal annars í Noregi og ráðgjafastörf í Frakklandi og Þýskalandi, svo eitthvað sé nefnt. Tesla auglýsir einnig eftir nokkrum verkfræðingum til frekari þróunar á Autopilot sjálfakandi tækni Tesla. Elon Musk, forstjóri Tesla, ætlar sjálfur að taka starfsviðtölin við þá sem um þau störf sækja. Það að fá starf hjá Tesla er þó ekki mjög auðvelt og sést það best á því að um 1,5 milljónir starfsumsókna hefur borist fyrirtækinu á síðustu 14 mánuðum, en fáir þeirra hafa verið ráðnir. Hinsvegar eru þeir sem ráðnir hafa verið mjög ánægðir í starfi sínu. Tesla ætlaði að selja 50.000 bíla í ár, en salan það sem af er ári bendir ekki til þess að það náist þó Tesla muni höggva nokkuð nærri því. Tesla ætlar hinsvegar ekki að slá neitt af og hyggst kynna nýjan Tesla Model 3 bíl árið 2017 og auka með því mjög sölu fyrirtækisins.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent