Lífið

Hlutir sem aðeins eru sagðir við konur, ekki karla: „Ekki vera drusla“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnað myndband.
Magnað myndband. vísir
Bandaríski miðillinn Huffington Post lét útbúa sláandi myndband á dögunum þar sem konur á öllum aldri voru fengnar til að segja frá mismunandi athugasemdum sem þær hafa fengið í gegnum tíðina.

Það sem gerir myndbandið sláandi er að sú staðreynd að það myndi enginn segja þetta við karlamenn.

Myndbandið ber nafnið 48 hlutir sem konur heyra á lífsleiðinni, sem karlmenn heyra ekki.

Dæmi um setningar í myndbandinu eru:

„Ekki vera svona ráðrík“

„Hann er að stríða þér, útaf því að hann er skotin í þér“

„Ekki klæðast þessu í skólanum, þú átt eftir að trufla strákana.“

„Ekki vera drusla“

„Það langar engum strák að sofa hjá hreinni mey“

„Hvað drakkstu eiginlega mikið þetta kvöld?“

„Hættu að vera svona mikil athyglissjúk drusla“

„Hættu að vera svona dramatísk“

48 Things Women Hear In A Lifetime (That Men Just Don't)

Watch 80 years of subtle sexism in under two minutes.

Posted by HuffPost Women on 8. desember 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×