Nýtt rúgbrauð sýnt í janúar Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 10:15 Nýja Volkswagen rúgbrauðið. worldcarfans Volkswagen mun sýna nýjan bíl á Consumer Electronics sýningunni í Las Vegas þann 5. janúar. Næsta víst þykir að þessi bíll sé nýtt rúgbrauð með rafmagnsdrifrás, en Volkswagen hefur sagt að sá bíll verði til sýnis á bílasýningunni í Genf í mars. Nýja rúgbrauðið í rafmagnsútfærslu á að komast 400 til 500 kílómetra á hverri hleðslu. Hann mun þó einnig fást með bensín- og dísilvélum og allar þeirra eiga það sameiginlegt að vera fjögurra strokka. Bíllinn verður byggður á MQB undirvagninum sem er undir fjöldamörgum bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Sagt er að nýtt rúgbrauð sé minni bíll en Multivan og að útlit hans sé í “Retro”-stíl, enda hvernig mætti annað vera ef hann á að vera arftaki gamla rúgbrauðsins. Hann á að verða framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Puebla í Mexíkó og búist er við því að hann komi á markað árið 2017. Gamla rúgbrauðið. Nú dæmi hver fyrir sig hvort það er fallegra en það nýja. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent
Volkswagen mun sýna nýjan bíl á Consumer Electronics sýningunni í Las Vegas þann 5. janúar. Næsta víst þykir að þessi bíll sé nýtt rúgbrauð með rafmagnsdrifrás, en Volkswagen hefur sagt að sá bíll verði til sýnis á bílasýningunni í Genf í mars. Nýja rúgbrauðið í rafmagnsútfærslu á að komast 400 til 500 kílómetra á hverri hleðslu. Hann mun þó einnig fást með bensín- og dísilvélum og allar þeirra eiga það sameiginlegt að vera fjögurra strokka. Bíllinn verður byggður á MQB undirvagninum sem er undir fjöldamörgum bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Sagt er að nýtt rúgbrauð sé minni bíll en Multivan og að útlit hans sé í “Retro”-stíl, enda hvernig mætti annað vera ef hann á að vera arftaki gamla rúgbrauðsins. Hann á að verða framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Puebla í Mexíkó og búist er við því að hann komi á markað árið 2017. Gamla rúgbrauðið. Nú dæmi hver fyrir sig hvort það er fallegra en það nýja.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent