Evrópskir og japanskir bílar öruggari en bandarískir Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 14:53 Öryggisprófun á vegum IIHS. IIHS Bandaríska umferðaröryggsistofnunin IIHS, sem staðsett er í Arlington í Virginaríki Bandaríkjanna stendur fyrir viðamiklum prófunum á öryggi bíla á ári hverju. Í ár gaf IIHS 48 bílum hæstu einkunn fyrir öryggi, en aðeins einn þeirra er bandarískur, Chrysler 200. Allir hinir eru framleiddir af evróskum eða japönskum bílaframleiðendum. Af þessum 48 bílgerðum eru 9 frá Toyota, 8 frá Honda, 7 frá Volkswagen/Audi og 6 frá Subaru, en allar bílgerðir Subaru hafa fengið hæstu einkunn IIHS (Insurance Institute for Highway Safety). Þetta vekur athygli þar sem IIHS er bandarísk stofnun, en að sjálfsögðu er hún fagleg stofnun og hyglir engum. Bandarísku bílaframleiðendurnir Ford, General Motors og Chrysler framleiða mýmargar bílgerðir og það vekur nokkra athygli að aðeins ein þeirra skuli ná hæstu öryggiseinkunn og að Ford og GM eigi engan bíl á þeim lista. Hæsta einkunn IIHS er Top Safety Pick+ og sú næsta Top Safety Pick, en aðeins Ford F-150 pallbíllinn náði þeirri næstefstu af bílgerðum Ford, aðrir fengu verri einkunn. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent
Bandaríska umferðaröryggsistofnunin IIHS, sem staðsett er í Arlington í Virginaríki Bandaríkjanna stendur fyrir viðamiklum prófunum á öryggi bíla á ári hverju. Í ár gaf IIHS 48 bílum hæstu einkunn fyrir öryggi, en aðeins einn þeirra er bandarískur, Chrysler 200. Allir hinir eru framleiddir af evróskum eða japönskum bílaframleiðendum. Af þessum 48 bílgerðum eru 9 frá Toyota, 8 frá Honda, 7 frá Volkswagen/Audi og 6 frá Subaru, en allar bílgerðir Subaru hafa fengið hæstu einkunn IIHS (Insurance Institute for Highway Safety). Þetta vekur athygli þar sem IIHS er bandarísk stofnun, en að sjálfsögðu er hún fagleg stofnun og hyglir engum. Bandarísku bílaframleiðendurnir Ford, General Motors og Chrysler framleiða mýmargar bílgerðir og það vekur nokkra athygli að aðeins ein þeirra skuli ná hæstu öryggiseinkunn og að Ford og GM eigi engan bíl á þeim lista. Hæsta einkunn IIHS er Top Safety Pick+ og sú næsta Top Safety Pick, en aðeins Ford F-150 pallbíllinn náði þeirri næstefstu af bílgerðum Ford, aðrir fengu verri einkunn.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent