Mikki refur kætir gesti og gangandi á Vestfjörðum Bjarki Ármannsson skrifar 12. október 2015 22:31 Heimilishundarnir tveir eru miklir vinir Mikka. Refurinn Mikki hefur undanfarna mánuði vakið athygli og kátínu gesta í Heydal á Vestfjörðum, enda með eindæmum hændur að mönnum. Að sögn Stellu Guðmundsdóttur, gestgjafa í Heydal, er Mikki mikill skemmtimaður og heimilishundarnir tveir miklir vinir hans þó að hann eigi það til að bíta í skottið á þeim. „Það var refaskytta sem kom með hann til okkar í vor,“ segir Stella. „Þá var hann svo til nýfæddur. Þannig að við byrjuðum á því að fóðra hann. Svo er spurningin hvað hann gerir í vetur, hvort hann fer upp í fjöll og finnur sér svæði eða hvað hann gerir.“ Mikki er fjórði yrðlingurinn sem gestgjafarnir í Heydal hafa alið upp síðastliðin sumur. Hann þykir óvenju hændur að mönnum, jafnvel á hann það til að ráðast á fólk þannig að það þarf að sparka honum af sér. Ferðamenn sem heimsótt hafa Heydal í sumar hafa verið duglegir að deila myndum af Mikka á samfélagsmiðlum, enda flestir óvanir því að vera í svona miklu návígi við refi. Stella segir Mikka mjög vinsælan hjá gestum, þó það þurfi að vara þá við honum.Mikke the friendly fox :)Posted by Dayna Bennett on 27. ágúst 2015„Hann stelur öllu steini léttara, svo þau þurfa að passa að skilja ekkert eftir fyrir utan herbergin,“ segir hún. Hann stökkvi jafnvel inn í bíla þegar tækifæri gefst og taki þaðan sokka, húfur, vettlingar og fleira. „Og það er ekki alltaf sem þau ná hlutunum aftur af honum,“ segir Stella og hlær. „Hann fer undir einn sumarbústaðana hér með það sem hann nælir sér í.“ Sem fyrr segir er óvíst hvenær Mikki kýs að fara af bænum þó þeir yrðlingar sem hafa eytt sumrinu í Heydal til þessa hafi allir leitað upp í fjöll með vetrinum, þar sem ókunn örlög bíða þeirra. „Þessir refir sem eru hér eru svo hændir að mönnum að það er mjög líklegt að þeir verði refaskyttum að bráð,“ segir Stella. „Því þeir óttast ekki manninn. En þeir hafa þá fengið sumarið, sem þeir hefðu annars ekki fengið.“Hér fyrir neðan má sjá bráðskemmtilegt myndband sem Facebook-síðan Vestfirðir tók af Mikka og öðrum heimilishundinum að leik.Mikki refurMikki refur hefur síðustu mánuðina vakið mikla kátínu meðal gesta í Heydal. Hér má sjá Mikka leika sér við heimilishundinn og Stellu segja okkur aðeins frá.Posted by Vestfirðir on 11. október 2015 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Refurinn Mikki hefur undanfarna mánuði vakið athygli og kátínu gesta í Heydal á Vestfjörðum, enda með eindæmum hændur að mönnum. Að sögn Stellu Guðmundsdóttur, gestgjafa í Heydal, er Mikki mikill skemmtimaður og heimilishundarnir tveir miklir vinir hans þó að hann eigi það til að bíta í skottið á þeim. „Það var refaskytta sem kom með hann til okkar í vor,“ segir Stella. „Þá var hann svo til nýfæddur. Þannig að við byrjuðum á því að fóðra hann. Svo er spurningin hvað hann gerir í vetur, hvort hann fer upp í fjöll og finnur sér svæði eða hvað hann gerir.“ Mikki er fjórði yrðlingurinn sem gestgjafarnir í Heydal hafa alið upp síðastliðin sumur. Hann þykir óvenju hændur að mönnum, jafnvel á hann það til að ráðast á fólk þannig að það þarf að sparka honum af sér. Ferðamenn sem heimsótt hafa Heydal í sumar hafa verið duglegir að deila myndum af Mikka á samfélagsmiðlum, enda flestir óvanir því að vera í svona miklu návígi við refi. Stella segir Mikka mjög vinsælan hjá gestum, þó það þurfi að vara þá við honum.Mikke the friendly fox :)Posted by Dayna Bennett on 27. ágúst 2015„Hann stelur öllu steini léttara, svo þau þurfa að passa að skilja ekkert eftir fyrir utan herbergin,“ segir hún. Hann stökkvi jafnvel inn í bíla þegar tækifæri gefst og taki þaðan sokka, húfur, vettlingar og fleira. „Og það er ekki alltaf sem þau ná hlutunum aftur af honum,“ segir Stella og hlær. „Hann fer undir einn sumarbústaðana hér með það sem hann nælir sér í.“ Sem fyrr segir er óvíst hvenær Mikki kýs að fara af bænum þó þeir yrðlingar sem hafa eytt sumrinu í Heydal til þessa hafi allir leitað upp í fjöll með vetrinum, þar sem ókunn örlög bíða þeirra. „Þessir refir sem eru hér eru svo hændir að mönnum að það er mjög líklegt að þeir verði refaskyttum að bráð,“ segir Stella. „Því þeir óttast ekki manninn. En þeir hafa þá fengið sumarið, sem þeir hefðu annars ekki fengið.“Hér fyrir neðan má sjá bráðskemmtilegt myndband sem Facebook-síðan Vestfirðir tók af Mikka og öðrum heimilishundinum að leik.Mikki refurMikki refur hefur síðustu mánuðina vakið mikla kátínu meðal gesta í Heydal. Hér má sjá Mikka leika sér við heimilishundinn og Stellu segja okkur aðeins frá.Posted by Vestfirðir on 11. október 2015
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira