Chanel opnar sýningu í London Ritstjórn skrifar 12. október 2015 11:30 Chanel aðdáendur sem staddir eru í London ættu að taka morgundaginn frá, því á morgun, 13.október opnar sýningin Mademoiselle Privé í Saatchi Gallery í London. Er sýningunni lýst sem hrifnæmu ferðalagi í gegnum sögu og hönnun Chanel, bæði á skarti og fatnaði hönnuðu af sjálfri Coco Chanel og Karl Lagerfeld. Í tilefni sýningarinnar myndaði Karl Lagerfeld fyrirsætur og leikkonur íklæddar Chanel og með skartgripi frá merkinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá tökunum.Gabrielle Bonheur Chanel, eða eins og flestir þekkja hana, Coco Chanel.Á sýningunni er einnig hægt að fara á stutt námskeið, bæði í hátískuútsaumi og blómagerð. Að auki er hægt að fara á sérstaka kynningu á frægasta ilmvatni merkisins, Chanel no 5 og kynnast uppbyggingu þess. Aðgangur á sýninguna er ókeypis og stendur hún yfir til 1.nóvember og má finna frekari upplýsingar um sýninguna hér. Glamour Tíska Mest lesið Vogue opnar ljósmyndasýningu í London Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fjölbreytni á forsíðum glanstímarita aldrei verið meiri Glamour Tomboy stíllinn fer stjörnunum vel Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Carrie Fisher sem Princess Leia hafði mikil áhrif á tískuheiminn Glamour Eftirminnilegir kjólar árið 2017 Glamour
Chanel aðdáendur sem staddir eru í London ættu að taka morgundaginn frá, því á morgun, 13.október opnar sýningin Mademoiselle Privé í Saatchi Gallery í London. Er sýningunni lýst sem hrifnæmu ferðalagi í gegnum sögu og hönnun Chanel, bæði á skarti og fatnaði hönnuðu af sjálfri Coco Chanel og Karl Lagerfeld. Í tilefni sýningarinnar myndaði Karl Lagerfeld fyrirsætur og leikkonur íklæddar Chanel og með skartgripi frá merkinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá tökunum.Gabrielle Bonheur Chanel, eða eins og flestir þekkja hana, Coco Chanel.Á sýningunni er einnig hægt að fara á stutt námskeið, bæði í hátískuútsaumi og blómagerð. Að auki er hægt að fara á sérstaka kynningu á frægasta ilmvatni merkisins, Chanel no 5 og kynnast uppbyggingu þess. Aðgangur á sýninguna er ókeypis og stendur hún yfir til 1.nóvember og má finna frekari upplýsingar um sýninguna hér.
Glamour Tíska Mest lesið Vogue opnar ljósmyndasýningu í London Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fjölbreytni á forsíðum glanstímarita aldrei verið meiri Glamour Tomboy stíllinn fer stjörnunum vel Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Carrie Fisher sem Princess Leia hafði mikil áhrif á tískuheiminn Glamour Eftirminnilegir kjólar árið 2017 Glamour