Miklir möguleikar í vetrarveiði á Íslandi Karl Lúðvíksson skrifar 23. mars 2015 13:30 Þorsteinn með fallegan urriða sem hann veiddi í vetur Flestir veiðimenn pakka veiðidótinu niður á haustinn og koma því í geymsluna þar sem það fær að sitja sína daga þar til vorar aftur. En það eru ekki þannig um alla veiðimenn. Þeir sem veiðibakterían hefur náð af öllu afli finna alltaf leið til að komast í einhverja veiði og einn af þeim sem eru hvað duglegastir allann ársins hring er Þorsteinn Stefánsson veiðileiðsögumaður sem er haldinn ólæknandi veiðidellu. Þorsteinn er einn af þessum ungu veiðimönnum sem fer fyrir sinni kynslóð með góðu fordæmi í umgengni við veiðistofna og veiðistaði, ásamt því að vera ávalt reiðibúinn til að aðstoða þá sem eru að taka sín fyrstu skref í veiðinni. Við tókum Þorstein tali varðandi vetrarveiði sem hann er búinn að stunda nokkuð vel á þessum langa kalda vetri.Hvað er það sem togar veiðimann eins og þig út um miðjan vetur með flugustöng? Ætli það sé ekki það að feta út fyrir venjulegan farveg veiðinnar, það getur verið krefjandi að veiða á veturna,aðstæður sem fáir tolla í. Ég held það sé það sem dregur mig áfram í vetrarveiðinni, meiri áskorun.Hvað er það sem þú ert að veiða á þessum tíma?Ég veiði staðbundinn fisk í ám og vötnum. Urriða sérstaklega, einstaka sinnum fær maður sjóbirting, en ég vil helst sneiða framhjá honum. Hann getur verið viðkvæmur á þessum tíma og ekki jafn mikil barátta. Staðbundni fiskurinn er samt sem áður alltaf mun betur haldinn, sterkari og höndlar áreitið vel.Hvað er hann að taka á þessum tíma og þarf að veiða djúpt og hægt eða sækir fiskurinn fluguna?Það þarf nánast alltaf að veiða löturhægt, oft með sökkenda og þungum flugum. Gjörsamlega að sleikja botninn. Því fiskurinn er ekki að eltast við ætið á köldum vetrardegi, en hann lætur glepjast við því ef maður bíður það á silfurskeið beint fyrir framan trýnið á honum.Nú frýs oft í lykkjunum þegar það er kalt veður, ertu búinn að finna leið framhjá því eða lætur þú þig bara hafa það?Einu sinni lét ég mig hafa það, svo datt mér í hug aðferð sem hefur virkað mjög vel hingað til. Það er að setja bæði salt og edik á lykjurnar. Það hefur yfirleitt haldið mínum lykkjum hreinum í allavegnna nokkrar klukkustundir.Hvar er hægt að veiða á flugu á veturna?Það eru endalausir möguleikar í vetrarveiðinni, menn þurfa að hugsa út fyrir kassann og fara og leita, fara og prufa. Það er þannig sem ég komst upp á lagið með það. Laugarvatn, Hvítá og Þjórsá eru til dæmis allt vænlegir veiðistaðir. En þó verður að ganga með nærgætni til veiða á veturna. Ég drep ekki einn fisk á þeim stöðum sem ég veiði á. Ég vil geta gengið að þeim með það í huga að vel sé farið með þá og ekki sé öllu slátrað. Ef allt er drepið á svona stöðum endist gamanið ekki lengi. Því miður átta sig alls ekki allir á þessu.Hvar byrjar þú svo að veiða þegar tímabilið hefst 1. apríl?Ég er ekki kominn með neitt plan fyrir 1. Apríl, en Varmá í Hveragerði skítur þó upp í hugsunum mínum fyrir daginn.Hvernig lítur sumarið út hjá þér?Ég er mjög jákvæður fyrir þetta sumar. Ég mun vera duglegur í leiðsögumennsku og en duglegri í veiðinni þar á milli. Ég mun taka Þingvallavatn af enn meiri krafti en ég hef gert áður, og svo er einnig ofarlega á forgangslistanum að kanna ótroðnar slóðir á hinum og þessum heiðum, helst þar sem eini farkosturinn er fótgangandi, það heillar mig mjög mikið. Annars hefur mér aldrei líkað að skipuleggja mig of mikið hvað varðar veiðina. Ég vil láta tilveruna leiða mig þangað sem ég enda. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði
Flestir veiðimenn pakka veiðidótinu niður á haustinn og koma því í geymsluna þar sem það fær að sitja sína daga þar til vorar aftur. En það eru ekki þannig um alla veiðimenn. Þeir sem veiðibakterían hefur náð af öllu afli finna alltaf leið til að komast í einhverja veiði og einn af þeim sem eru hvað duglegastir allann ársins hring er Þorsteinn Stefánsson veiðileiðsögumaður sem er haldinn ólæknandi veiðidellu. Þorsteinn er einn af þessum ungu veiðimönnum sem fer fyrir sinni kynslóð með góðu fordæmi í umgengni við veiðistofna og veiðistaði, ásamt því að vera ávalt reiðibúinn til að aðstoða þá sem eru að taka sín fyrstu skref í veiðinni. Við tókum Þorstein tali varðandi vetrarveiði sem hann er búinn að stunda nokkuð vel á þessum langa kalda vetri.Hvað er það sem togar veiðimann eins og þig út um miðjan vetur með flugustöng? Ætli það sé ekki það að feta út fyrir venjulegan farveg veiðinnar, það getur verið krefjandi að veiða á veturna,aðstæður sem fáir tolla í. Ég held það sé það sem dregur mig áfram í vetrarveiðinni, meiri áskorun.Hvað er það sem þú ert að veiða á þessum tíma?Ég veiði staðbundinn fisk í ám og vötnum. Urriða sérstaklega, einstaka sinnum fær maður sjóbirting, en ég vil helst sneiða framhjá honum. Hann getur verið viðkvæmur á þessum tíma og ekki jafn mikil barátta. Staðbundni fiskurinn er samt sem áður alltaf mun betur haldinn, sterkari og höndlar áreitið vel.Hvað er hann að taka á þessum tíma og þarf að veiða djúpt og hægt eða sækir fiskurinn fluguna?Það þarf nánast alltaf að veiða löturhægt, oft með sökkenda og þungum flugum. Gjörsamlega að sleikja botninn. Því fiskurinn er ekki að eltast við ætið á köldum vetrardegi, en hann lætur glepjast við því ef maður bíður það á silfurskeið beint fyrir framan trýnið á honum.Nú frýs oft í lykkjunum þegar það er kalt veður, ertu búinn að finna leið framhjá því eða lætur þú þig bara hafa það?Einu sinni lét ég mig hafa það, svo datt mér í hug aðferð sem hefur virkað mjög vel hingað til. Það er að setja bæði salt og edik á lykjurnar. Það hefur yfirleitt haldið mínum lykkjum hreinum í allavegnna nokkrar klukkustundir.Hvar er hægt að veiða á flugu á veturna?Það eru endalausir möguleikar í vetrarveiðinni, menn þurfa að hugsa út fyrir kassann og fara og leita, fara og prufa. Það er þannig sem ég komst upp á lagið með það. Laugarvatn, Hvítá og Þjórsá eru til dæmis allt vænlegir veiðistaðir. En þó verður að ganga með nærgætni til veiða á veturna. Ég drep ekki einn fisk á þeim stöðum sem ég veiði á. Ég vil geta gengið að þeim með það í huga að vel sé farið með þá og ekki sé öllu slátrað. Ef allt er drepið á svona stöðum endist gamanið ekki lengi. Því miður átta sig alls ekki allir á þessu.Hvar byrjar þú svo að veiða þegar tímabilið hefst 1. apríl?Ég er ekki kominn með neitt plan fyrir 1. Apríl, en Varmá í Hveragerði skítur þó upp í hugsunum mínum fyrir daginn.Hvernig lítur sumarið út hjá þér?Ég er mjög jákvæður fyrir þetta sumar. Ég mun vera duglegur í leiðsögumennsku og en duglegri í veiðinni þar á milli. Ég mun taka Þingvallavatn af enn meiri krafti en ég hef gert áður, og svo er einnig ofarlega á forgangslistanum að kanna ótroðnar slóðir á hinum og þessum heiðum, helst þar sem eini farkosturinn er fótgangandi, það heillar mig mjög mikið. Annars hefur mér aldrei líkað að skipuleggja mig of mikið hvað varðar veiðina. Ég vil láta tilveruna leiða mig þangað sem ég enda.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði