Lífið

Spjallaði við foreldrana á Skype í miðju fallhlífarstökki

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það er óhætt að fullyrða að þau gömlu hafi orðið hissa.
Það er óhætt að fullyrða að þau gömlu hafi orðið hissa.
Þú þykir varla maður með mönnum lengur nema að hafa ferðast um heiminn á einhverjum tímapunkti. Margir foreldrar kannast því við þá tilfinningu að heyra óreglulega í börnum sínum og þá yfirleitt þegar þau eru í rólegheitum á gistiheimilum eða kaffihúsi. Hinn írski Roger ákvað hins vegar að fara aðra leið.

Roger er um þessar mundir staddur í Sydney í Ástralíu og ákvað fyrir skemmstu að fara í fallhlífarstökk. Það hafði hann hins vegar ekki sagt foreldrum sínum. Hann hringdi í þau með Skype á meðan hann var um borð í flugvélinni og leyfði þeim að fylgjast með á meðan hann féll til jarðar.

Það er óhætt að segja að gamla settinu hafi brugðið örlítið þegar hann stökk út og í kjölfarið fylgdi írskur fúkyrðaflaumur. Myndband af þessu bráðsniðuga uppátæki hefur ratað inn á vefsíðuna Youtube og má sjá það hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×