Lífið

Bratthöfði orðinn að Svarthöfða

Birgir Olgeirsson skrifar
S. Björn Blöndal heldur á Svarthöfða skiltinu góða en við hlið hans eru Óli Gneisti Sóleyjarson, sem átti hugmyndina að breyta Bratthöfða í Svarthöfða, og sonur hans.
S. Björn Blöndal heldur á Svarthöfða skiltinu góða en við hlið hans eru Óli Gneisti Sóleyjarson, sem átti hugmyndina að breyta Bratthöfða í Svarthöfða, og sonur hans. Vísir/S. Björn Blöndal
Þau tímamót urðu í Reykjavík í dag að Bratthöfði varð að Svarthöfða. Þessi breyting átti sér um tveggja ára aðdraganda. Óli Gneisti Sóleyjarson kom með hugmyndina fyrir tveimur árum sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í ágúst síðastliðnum. 

Það er að sjálfsögðu við hæfi að þetta skilti hafi verið hengt upp í dag, í ljósi þess að sjöunda Stjörnustríðsmyndin, The Force Awakens, var frumsýnd á Íslandi í gær. „Frumsýningin hefur nú örugglega ýtt við þessu. En þetta var tímabært, það var búið að gera skiltið. Þannig að þetta var viðeigandi tímasetning,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, sem var viðstaddur þegar skiltinu var komið fyrir í dag.

Björn segist ekki geta sagt til um það hvort að Reykvíkingar geti átt von á frekari tilvísunum í Stjörnustríðsheiminn á næstunni. „Ég var búinn að skjóta því að Hafnfirðingum að þeir ættu dauðafæri á Anakinn (Anakin Skywalker, sem varð að Svarthöfða), enda með Kinnahverfi. Svo var búið að stinga upp á Chewbakka í Bökkunum en það er ekkert sem steinliggur eins og Svarthöfði.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.