Audi h-tron quattro Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2015 13:14 Audi e-tron quattro concept gæti bæði orðið rafmagnsbíll og vatnisbíll. Audi kynnti hugmyndabílinn Audi e-tron quattro á bílasýningunni í Frankfürt fyrr á árinu og nú heyrast raddir þess efnis að fyrirtækið ætli að kynna Audi h-tron quattro þar sem h stendur fyrir hydrogen, eða vetni. Því er Audi að hugleiða að framleiða þennan bíl bæði með rafmagnsdrifrás og knúinn vetni. Líklegt er talið að Audi muni kynna þennan bíl á North American International Auto Show í Bandaríkjunum sem hefst þann 11. janúar. Audi e-tron quattro og Audi h-tron quattro verða alveg eins í útliti, en með sitthvora drifrásina. Audi hefur verið að vinna að vetnisdrifnum bílum í nokkur ár og ætlar, líkt og margur annar bílaframleiðandinn, að veðja á vetni sem orkugjafa fyrir bíla, auk rafmagns. Audi e-tron quattro verður enginn aukvisi því þrír rafmótorar bílsins eru samtals 429 hestöfl og í boost-mode má fá úr þeim 496 hestöfl. Hann er aðeins 4,6 sekúndur í 100 km hraða, hámarkshraðinn er takmarkaður við 210 km/klst og hann á að vera með 500 km drægni. Það verður síðan að koma í ljós í Bandaríkjunum eftir rúmar 3 vikur hvernig vetnisútgáfan verður, ef heimildir þær sem byggt er hér á eru réttar. Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent
Audi kynnti hugmyndabílinn Audi e-tron quattro á bílasýningunni í Frankfürt fyrr á árinu og nú heyrast raddir þess efnis að fyrirtækið ætli að kynna Audi h-tron quattro þar sem h stendur fyrir hydrogen, eða vetni. Því er Audi að hugleiða að framleiða þennan bíl bæði með rafmagnsdrifrás og knúinn vetni. Líklegt er talið að Audi muni kynna þennan bíl á North American International Auto Show í Bandaríkjunum sem hefst þann 11. janúar. Audi e-tron quattro og Audi h-tron quattro verða alveg eins í útliti, en með sitthvora drifrásina. Audi hefur verið að vinna að vetnisdrifnum bílum í nokkur ár og ætlar, líkt og margur annar bílaframleiðandinn, að veðja á vetni sem orkugjafa fyrir bíla, auk rafmagns. Audi e-tron quattro verður enginn aukvisi því þrír rafmótorar bílsins eru samtals 429 hestöfl og í boost-mode má fá úr þeim 496 hestöfl. Hann er aðeins 4,6 sekúndur í 100 km hraða, hámarkshraðinn er takmarkaður við 210 km/klst og hann á að vera með 500 km drægni. Það verður síðan að koma í ljós í Bandaríkjunum eftir rúmar 3 vikur hvernig vetnisútgáfan verður, ef heimildir þær sem byggt er hér á eru réttar.
Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent