Fjórmenningar á ferðalagi dilluðu sér við AmabAdama Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2015 10:00 Hér má sjá vinina fjóra en þau veittu því athygli að ekki var til myndband við lagið og gripu gæsina. Mynd/Benedikt „Við erum hrifin af hljómsveitinni og laginu og veittum því athygli að það var ekki til neitt myndband við það. Þannig við ákváðum að veita okkur það bessaleyfi að gera myndband,“ segir Benedikt Þorgeirsson sem í byrjun júní deildi myndbandi sem hann gerði ásamt ferðafélögum sínum við lagið Það sem þú gefur með hljómsveitinni AmabAdamA. Myndbandið var tekið upp hér og þar á tólf daga ferðalagi um Bandaríkin. „Við eigum það til að dilla okkur vinahópurinn og þetta var svona „heat of the moment“ dæmi,“ segir hann glaður í bragði en með honum í för voru norsk kærasta Benedikts, þýsk vinkona þeirra og bandarískur vinur. Í myndbandinu má sjá myndskeið víðs vegar að, meðal annars frá Grand Central Station þar sem stúlka dansar við lagið og frá slökkvistöð í China Town. „Svo fórum við inn á bar og fengum barþjóninn til þess að tengja lagið og barinn til þess að dilla sér með okkur.“ AmabAdamA deildi svo myndbandinu á Facebook-síðu sinni og segir Benedikt það ekki hafa komið á óvart vegna smæðar Íslands en verið skemmtilegt þar sem talsverð vinna hafi farið í myndbandið. „Við vorum búin að vera að pæla í einhverju svipuðu myndbandi við þetta lag og jafnvel að taka það upp á sólarströnd. Þannig þetta var akkúrat í þeim anda sem við vorum búin að vera að hugsa um,“ segir Steinunn Jónsdóttir, önnur söngkona AmabAdamA glöð í bragði og bætir við: „Okkur fannst þetta bara snilld, vorum bara smá öfundsjúk að vera ekki með, þau virtust skemmta sér svo rosalega vel.“ Það er því óhætt að segja að Það sem þú gefur hafi orðið hálfgert þemalag ferðarinnar en það var þó annað lag sem kom einnig til greina. „Þjóðverjinn í hópnum vildi helst syngja Glaðasti hundur í heimi með Friðriki Dór en var kosinn út,“ segir Benedikt hlæjandi að lokum.Hér má sjá fyrrnefnt myndband: Tónlist Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Sjá meira
„Við erum hrifin af hljómsveitinni og laginu og veittum því athygli að það var ekki til neitt myndband við það. Þannig við ákváðum að veita okkur það bessaleyfi að gera myndband,“ segir Benedikt Þorgeirsson sem í byrjun júní deildi myndbandi sem hann gerði ásamt ferðafélögum sínum við lagið Það sem þú gefur með hljómsveitinni AmabAdamA. Myndbandið var tekið upp hér og þar á tólf daga ferðalagi um Bandaríkin. „Við eigum það til að dilla okkur vinahópurinn og þetta var svona „heat of the moment“ dæmi,“ segir hann glaður í bragði en með honum í för voru norsk kærasta Benedikts, þýsk vinkona þeirra og bandarískur vinur. Í myndbandinu má sjá myndskeið víðs vegar að, meðal annars frá Grand Central Station þar sem stúlka dansar við lagið og frá slökkvistöð í China Town. „Svo fórum við inn á bar og fengum barþjóninn til þess að tengja lagið og barinn til þess að dilla sér með okkur.“ AmabAdamA deildi svo myndbandinu á Facebook-síðu sinni og segir Benedikt það ekki hafa komið á óvart vegna smæðar Íslands en verið skemmtilegt þar sem talsverð vinna hafi farið í myndbandið. „Við vorum búin að vera að pæla í einhverju svipuðu myndbandi við þetta lag og jafnvel að taka það upp á sólarströnd. Þannig þetta var akkúrat í þeim anda sem við vorum búin að vera að hugsa um,“ segir Steinunn Jónsdóttir, önnur söngkona AmabAdamA glöð í bragði og bætir við: „Okkur fannst þetta bara snilld, vorum bara smá öfundsjúk að vera ekki með, þau virtust skemmta sér svo rosalega vel.“ Það er því óhætt að segja að Það sem þú gefur hafi orðið hálfgert þemalag ferðarinnar en það var þó annað lag sem kom einnig til greina. „Þjóðverjinn í hópnum vildi helst syngja Glaðasti hundur í heimi með Friðriki Dór en var kosinn út,“ segir Benedikt hlæjandi að lokum.Hér má sjá fyrrnefnt myndband:
Tónlist Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Sjá meira