Handbolti

Önnu Úrsúlu líður vel í úrslitaleikjum í Mýrinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anna Úrsúla skoraði 40 mörk í úrslitakeppninni í ár.
Anna Úrsúla skoraði 40 mörk í úrslitakeppninni í ár. vísir/valli
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir átti stórleik þegar Grótta tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með eins marks sigri, 23-24, á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Íslandsmótsins í handbolta.

Anna var í aðalhlutverki í sterkum varnarleik Gróttu í leiknum eins og hún hefur verið í allan vetur, auk þess sem hún skoraði sjö mörk af línunni og var markahæst í liði Seltirninga.

 

Anna skoraði alls 40 mörk í úrslitakeppninni í ár, eða 3,6 mörk að meðaltali í leik.

Línumaðurinn sterki virðist kunna vel við sig í úrslitaleikjum í Mýrinni í Garðabæ en hún var einnig markahæst í liði Vals þegar það tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrra eftir oddaleik gegn Stjörnunni í Mýrinni.

Anna skoraði sex mörk í oddaleiknum fyrir ári, sem Valur vann 20-23, þar af þrjú úr vítaköstum.

Anna Úrsúla í leikjum í Mýrinni þar sem lið hennar tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn:

17. maí 2014:

Stjarnan 20-23 Valur - 6/3 mörk (8/3 skot), 75% skotnýting.

Valur vann einvígið 3-2

12. maí 2015:

Stjarnan 23-24 Grótta - 7 mörk (10 skot), 70% skotnýting.

Grótta vann einvígið 3-1

Anna Úrsúla í oddaleiknum í fyrra þar sem hún gerði sex mörk.vísir/daníel

Tengdar fréttir

Lovísa: Hugsaði bara um að skora

Lovísa Thompson fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í kvöld með páskaeggi sem hún hafði geymt frá því um páskana. Hin fimmtán ára Lovísa var hetja Gróttu en hún skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni í kvöld og tryggði Gróttu þar með Íslandsmeistaratitilinn.

Ísköld Lovísa tryggði sigurinn

Grótta varð Íslandsmeistari í hópíþrótt í fyrsta sinn í sögu félagsins er liðið vann sigur á Stjörnunni í Mýrinni í gær. Hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson skoraði dramatískt sigurmark Gróttu.

Kári: Ólýsanleg tilfinning

Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var vitanlega himinlifandi með sigur síns liðs á Stjörnunni og Íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×