Gunnar fær líklegast bara einn bardaga til viðbótar í ár Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Gunnar í bardaganum gegn Brandon Thatch. Vísir/Getty Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir allar líkur á að Gunnar muni aðeins berjast einu sinni til viðbótar á árinu. Markmiðið hafi verið að ná tveimur bardögum en tíminn sé einfaldlega að renna út. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Gunnar vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch á UFC 189-bardagakvöldinu í Las Vegas en Gunnar var þar að þreyta frumraun sína í Bandaríkjunum. Óhætt er að segja að Gunnar hafi stimplað sig með látum inn á bandaríska markaðinn en hann hengdi Thatch í fyrstu lotu. Haraldur staðfesti að markmiðið hefði verið að berjast tvisvar til viðbótar og að draumurinn væri að berjast fyrst í Dublin og síðar meir í Las Vegas á bardagakvöldi Conors.Gunnar langaði í þrjá bardaga á árinu „Gunnar vildi helst berjast tvisvar til viðbótar í ár, hann langaði að ná þremur bardögum á þessu ári en því miður er afar lítið sem bendir til þess að það náist. Hugmyndin var að hann myndi berjast í Dublin og ef allt gengi að óskum þar myndi hann berjast í öðrum bardaga í lok ársins. Það var ekki búið að staðfesta bardaga Conors og Aldo á þeim tíma en eftir að það kom í ljós þá er náttúrulega eftirsóknarvert að vera þar.“ Haraldur tók undir orð Jóns Viðars Arnþórssonar sem sagði í viðtali við mmafréttir sem sagði á dögunum að það væri erfitt að finna mótherja fyrir kvöldið í Dublin en Gunnar stefndi að því að berjast gegn aðila í efstu tíu sætum styrkleikalistans. „Það er ekki kominn neinn andstæðingur fyrir Dublin og það er ekkert sem við erum með fast í hendi þar. Það lítur ekki of vel út eins og staðan er í dag. Það er búið að leggja til nokkra andstæðinga en við erum að reyna að horfa á efstu tíu mennina fyrir næsta bardaga.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson berst næst í Dyflinni Verður næst á UFC-heimavelli sínum á Írlandi þar sem hann er elskaður sem fóstursonur landsins. 13. júlí 2015 07:00 Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir allar líkur á að Gunnar muni aðeins berjast einu sinni til viðbótar á árinu. Markmiðið hafi verið að ná tveimur bardögum en tíminn sé einfaldlega að renna út. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Gunnar vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch á UFC 189-bardagakvöldinu í Las Vegas en Gunnar var þar að þreyta frumraun sína í Bandaríkjunum. Óhætt er að segja að Gunnar hafi stimplað sig með látum inn á bandaríska markaðinn en hann hengdi Thatch í fyrstu lotu. Haraldur staðfesti að markmiðið hefði verið að berjast tvisvar til viðbótar og að draumurinn væri að berjast fyrst í Dublin og síðar meir í Las Vegas á bardagakvöldi Conors.Gunnar langaði í þrjá bardaga á árinu „Gunnar vildi helst berjast tvisvar til viðbótar í ár, hann langaði að ná þremur bardögum á þessu ári en því miður er afar lítið sem bendir til þess að það náist. Hugmyndin var að hann myndi berjast í Dublin og ef allt gengi að óskum þar myndi hann berjast í öðrum bardaga í lok ársins. Það var ekki búið að staðfesta bardaga Conors og Aldo á þeim tíma en eftir að það kom í ljós þá er náttúrulega eftirsóknarvert að vera þar.“ Haraldur tók undir orð Jóns Viðars Arnþórssonar sem sagði í viðtali við mmafréttir sem sagði á dögunum að það væri erfitt að finna mótherja fyrir kvöldið í Dublin en Gunnar stefndi að því að berjast gegn aðila í efstu tíu sætum styrkleikalistans. „Það er ekki kominn neinn andstæðingur fyrir Dublin og það er ekkert sem við erum með fast í hendi þar. Það lítur ekki of vel út eins og staðan er í dag. Það er búið að leggja til nokkra andstæðinga en við erum að reyna að horfa á efstu tíu mennina fyrir næsta bardaga.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson berst næst í Dyflinni Verður næst á UFC-heimavelli sínum á Írlandi þar sem hann er elskaður sem fóstursonur landsins. 13. júlí 2015 07:00 Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
Gunnar Nelson berst næst í Dyflinni Verður næst á UFC-heimavelli sínum á Írlandi þar sem hann er elskaður sem fóstursonur landsins. 13. júlí 2015 07:00
Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40