Njarðvík og ÍR ræddu við Björn án leyfis: „Þetta er bara óvirðing“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2015 15:00 Björn Kristjánsson í leik gegn Stjörnunni í fyrstu umferð. vísir/getty Njarðvík og ÍR höfðu samband við Björn Kristjánsson, leikmann KR í Dominos-deild karla, án þess að fara í gegnum KR-inga. Þetta eru Vesturbæingar ósáttir við. „Það voru bæði Njarðvík og ÍR sem töluðu við okkar mann í þessari viku,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, við Vísi. Hann vildi ekki nefna leikmanninn á nafn, en um er að ræða leikstjórnandann Björn Kristjánsson, samkvæmt heimildum Vísis. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn,“ segir Böðvar. „Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu. Þetta tíðkast ekki í fótboltanum og vonandi er þetta ekki það sem koma skal hjá okkur. Það væri bara fínt ef menn fari að hugsa sinn gang og hugsa um sín eigin lið. Ég er alveg rosalega ósáttur við svona vinnubrögð. Þetta er bara óvirðing,“ segir Böðvar.Setur verðmiðann Hann segist stoltur að önnur lið hafi áhuga á sínum leikmönnum en vill að liðin í deildinni beri virðingu fyrir hvort öðru. „Við eigum ekki að hjóla í samningsbundna leikmenn. Það er líka stór faktor í þessu. Það verður skemmtilegt að mæta Njarðvík í kvöld eftir að það er búið að ræða við leikmann sem er samningsbundið okkur,“ segir Böðvar sem vill að haft sé samband við sig hafi önnur lið áhuga á leikmönnum KR. „Ef eitthvað lið hefur áhuga á leikmanni KR er bara um að gera að hringja í mig. Ég set svo góðan verðmiða á leikmanninn og bíð eftir millifærslunni eða skipti einhverjum öðrum leikmönnum. Gerum þetta bara skemmtilegt. Í staðinn fyrir að pönkast í einhverri fantasy-deild tökum við bara Dominos-deildina á næsta stig,“ segir Böðvar Guðjónsson léttur að lokum.Leikur KR og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 og Dominos-Körfuboltakvöld í beinu framhaldi klukkan 21.15. Dominos-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Njarðvík og ÍR höfðu samband við Björn Kristjánsson, leikmann KR í Dominos-deild karla, án þess að fara í gegnum KR-inga. Þetta eru Vesturbæingar ósáttir við. „Það voru bæði Njarðvík og ÍR sem töluðu við okkar mann í þessari viku,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, við Vísi. Hann vildi ekki nefna leikmanninn á nafn, en um er að ræða leikstjórnandann Björn Kristjánsson, samkvæmt heimildum Vísis. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn,“ segir Böðvar. „Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu. Þetta tíðkast ekki í fótboltanum og vonandi er þetta ekki það sem koma skal hjá okkur. Það væri bara fínt ef menn fari að hugsa sinn gang og hugsa um sín eigin lið. Ég er alveg rosalega ósáttur við svona vinnubrögð. Þetta er bara óvirðing,“ segir Böðvar.Setur verðmiðann Hann segist stoltur að önnur lið hafi áhuga á sínum leikmönnum en vill að liðin í deildinni beri virðingu fyrir hvort öðru. „Við eigum ekki að hjóla í samningsbundna leikmenn. Það er líka stór faktor í þessu. Það verður skemmtilegt að mæta Njarðvík í kvöld eftir að það er búið að ræða við leikmann sem er samningsbundið okkur,“ segir Böðvar sem vill að haft sé samband við sig hafi önnur lið áhuga á leikmönnum KR. „Ef eitthvað lið hefur áhuga á leikmanni KR er bara um að gera að hringja í mig. Ég set svo góðan verðmiða á leikmanninn og bíð eftir millifærslunni eða skipti einhverjum öðrum leikmönnum. Gerum þetta bara skemmtilegt. Í staðinn fyrir að pönkast í einhverri fantasy-deild tökum við bara Dominos-deildina á næsta stig,“ segir Böðvar Guðjónsson léttur að lokum.Leikur KR og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 og Dominos-Körfuboltakvöld í beinu framhaldi klukkan 21.15.
Dominos-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira