Söluaukning Volkswagen í Bandaríkjunum í október Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 11:31 Volkswagen Passat. Volkswagen Þrátt fyrir hið umtalaða dísilvélasvindl Volkswagen sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum mun Volkswagen ná söluaukningu þar í þessum mánuði, líklega á bilinu 1-5%. Volkswagen býður reyndar viðskiptavinum vestanhafs góð kjör á bílum Volkswagen um þessar mundir. Volkswagen náði einnig söluaukningu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, þó lítil væri, en hún nam 0,6% og seldi Volkswagen 26.141 bíla þá. Kaupendur Volkswagen bíla í þessum mánuði hafa mest fjárfest í Passat og Jetta bílum og margir þeirra hafa sett Volkswagen dísilbíla sína uppí nýja bensíndrifna bíla. Volkswagen seldi alls 366.970 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og voru 22% þeirra knúnir dísilvélum. Það er mun hærra hlutfall en almennt gerist í bílasölu í Bandaríkjunum, en aðeins 4% nýrra seldra bíla þar eru dísildrifnir. Hætt er við því að það hlutfall muni enn minnka með uppgötvun dísilvélasvindlsins og þeirri staðreynd að flestir dísilbílar annarra bílaframleiðenda menga miklu meira en uppgefin mengun þeirra frá framleiðendunum sjálfum. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent
Þrátt fyrir hið umtalaða dísilvélasvindl Volkswagen sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum mun Volkswagen ná söluaukningu þar í þessum mánuði, líklega á bilinu 1-5%. Volkswagen býður reyndar viðskiptavinum vestanhafs góð kjör á bílum Volkswagen um þessar mundir. Volkswagen náði einnig söluaukningu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, þó lítil væri, en hún nam 0,6% og seldi Volkswagen 26.141 bíla þá. Kaupendur Volkswagen bíla í þessum mánuði hafa mest fjárfest í Passat og Jetta bílum og margir þeirra hafa sett Volkswagen dísilbíla sína uppí nýja bensíndrifna bíla. Volkswagen seldi alls 366.970 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og voru 22% þeirra knúnir dísilvélum. Það er mun hærra hlutfall en almennt gerist í bílasölu í Bandaríkjunum, en aðeins 4% nýrra seldra bíla þar eru dísildrifnir. Hætt er við því að það hlutfall muni enn minnka með uppgötvun dísilvélasvindlsins og þeirri staðreynd að flestir dísilbílar annarra bílaframleiðenda menga miklu meira en uppgefin mengun þeirra frá framleiðendunum sjálfum.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent