Lífið

Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Baltasar Kormákur fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins afhent á verðlaunahátíðinni CinemaCon, hátíð alþjóðlegra kvikmyndahúsaeigenda, í gærkvöld. Í þessu myndbandi, sem sýnt var á hátíðinni, óska stjörnur á borð við Mark Wahlberg og Jake Gyllenhaal að óska honum til hamingju.

„Balti, þú ert badass. Til hamingju með að hafa fengið verðlaunin,“ segir Jake Gyllenhaal leikari í myndbandinu. Annar leikari, Mark Wahlberg, óskar félaga sínum til lukku. „Þetta er verðskuldað og þú átt von á meiru,“ segir Wahlberg.

Fleiri leikarar óska honum til lukku með verðlaunin í myndbandinu. Josh Brolin segir þetta aðeins byrjunina; næst séu það verðlaun sem besti leikstjórinn og síðan besti leikstjóri í veröldinni. Jason Clarke gaf honum ráð við verðlaunaafhendinguna: „Ekki gráta þegar þú færð verðlaunin í kvöld,“ sagði hann.

„Til hamingju með þessu frábæru verðlaun. Það gleður mig að þér sé veitt þessi verðlaun,“ segir Tim Bevan, hjá Working Title. Hann bætir við að mánuðirnir sem hann hefur unnið með Baltasar að myndinni Everest hafi verið magnaðir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.