Lífið

Mikill erill hjá ættarfylgjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svona gæti Instagram-færsla litið út hjá nútíma ættarfylgju.
Svona gæti Instagram-færsla litið út hjá nútíma ættarfylgju. vísir
Dagdraugar,útburðir, gangárar, haugbúar, ærsladraugar og ættarfylgjur voru meðal þeirra fyrirbæra sem fjallað var um í þriðja þætti Hindurvitna á Stöð 2.

Sagt er að fylgjur geti elt sömu fjölskylduna í marga ættliði. Leikkonurnar Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir settu sig í spor þeirra.

Það hlýtur að vera flókið að fylgja Íslendingum nú til dags, þegar utanlandsferðum hefur fjölgað og fjölskyldumynstur breyst.

Þorvaldur Davíð kynnti sér einnig ráðgátuna um Miklabæjar-Sólveigu og séra Odd.

Hann ræddi við ýmsa draugasérfræðinga, fór yfir gamalreynd ráð til að vekja upp drauga og kveða þá aftur niður.

Hindurvitni er nýr íslenskur fræðslu- og skemmtiþáttur um hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. Í fyrsta þætti var fjallað um fjölbreytni íslenskra skrímsla og kynjaskepna og í öðrum þætti var fjallað um álfa.

Hindurvitni 
er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldum klukkan 20.15.



Tengdar fréttir

Lagarfljótsormurinn með stjörnustæla

Í síðasta þætti Hindurvitna var fjallað um tilurð Lagarflótsormsins og sagt frá störfum sannleiksnefndar sem Fljótsdalshérað setti á laggirnar til að úrskurða um tilvist þekktasta skrímslis Íslands.

Vildi hætta í leiklistinni og fór í byggingavinnu

Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók nýlega að sér hlutverk þátta­gerðar­manns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Hugmyndin var að skoða hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×