Lífið

Fyrsta teiknimynd Walt Disney fannst eftir 87 ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Merkileg mynd hér á ferðinni.
Merkileg mynd hér á ferðinni. vísir
Fyrsta teiknimynd Walt Disney fannst á dögunum, heilum 87 árum eftir að hún var gerð. Myndin heitir Sleðabjöllur, er sex mínútur að lengd og þar er enginn Mikki Mús í aðalhlutverki heldur Ósvald, heppna kanínan.

Oswald var fyrsta aðalhetja Disney og voru gerðar nokkrar myndir með honum en um leið og Mikki Mús kom fram á sjónarsviðið féll hann fljótt í skuggann.

Myndin fannst þegar starfsmenn bresku kvikmyndastofnunarinnar voru að fara í gegnum mikið magn af gögnum og er talið víst að þarna sé um að ræða eina eintakið af myndinni.

Til stendur að sýna hana í næsta mánuði sem hluta af sérstakri jólasýningu þar sem stuttmyndir Walts Disney verða í sviðsljósinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×