Lærðu að ljúga Birta Björnsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 07:00 Börnum er uppálagt að vera góð hvert við annað, hegða sér vel og ekki undir neinum kringumstæðum segja ósatt. Samt er um það bil helmingurinn af þeim upplýsingum sem börn taka með sér út í lífið lygi. Það er til dæmis ekki rétt að svartir blettir myndist á tungunni segi maður ósatt. Og ég hef aldrei heyrt um neinn sem fékk garnaflækju, þennan sjúkdóm sem hljómaði hrottalegri en svarti dauði og sárasótt til samans, en var umsvifalaust hótað í hvert sinn sem mann langaði að rúlla niður góða brekku. Ekki hef ég heldur fyrirhitt nokkurn sem skartar ferköntuðum augum eftir að hafa horft of mikið á barnatímann eða risastóru nefi eftir að hafa borað í það í óhófi. Þá er ótalið nagandi samviskubitið yfir hnuggnum vængstýfðum englum sem maður hafði á samviskunni að hafa svipt flugfrelsinu við það eitt að fara ógætilega með skæri. Í æsku langaði okkur systur mína óskaplega mikið að eiga kött, litla mjúka kisu sem við gætum klappað á síðkvöldum og látið elta heimatilbúna snærisspotta. Þegar formlegt suð hófst í mömmu um að láta þessa ósk okkar rætast sagðist hún svo gjarnan vera til í að gefa okkur kött. Það væri bara því miður ekki mögulegt, því hún væri með bráðaofnæmi fyrir köttum. Suðið snarhætti og við systur táruðumst í hljóði yfir aumingja mömmu og ofnæminu hennar. Nú eru það eflaust ekki bara beittustu hnífarnir í skúffunni sem hafa áttað sig á því að mömmu plagar hreint ekki neitt nema vöntun á löngun til að eignast kött. Ofnæmislaus er hún með öllu, það kom í ljós löngu síðar. Við uppalendur sem hyggjumst feta svipaðar brautir og móðir mín til að losna undan suði um gæludýr hef ég þetta að segja; öll svik koma upp um síðir.? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun
Börnum er uppálagt að vera góð hvert við annað, hegða sér vel og ekki undir neinum kringumstæðum segja ósatt. Samt er um það bil helmingurinn af þeim upplýsingum sem börn taka með sér út í lífið lygi. Það er til dæmis ekki rétt að svartir blettir myndist á tungunni segi maður ósatt. Og ég hef aldrei heyrt um neinn sem fékk garnaflækju, þennan sjúkdóm sem hljómaði hrottalegri en svarti dauði og sárasótt til samans, en var umsvifalaust hótað í hvert sinn sem mann langaði að rúlla niður góða brekku. Ekki hef ég heldur fyrirhitt nokkurn sem skartar ferköntuðum augum eftir að hafa horft of mikið á barnatímann eða risastóru nefi eftir að hafa borað í það í óhófi. Þá er ótalið nagandi samviskubitið yfir hnuggnum vængstýfðum englum sem maður hafði á samviskunni að hafa svipt flugfrelsinu við það eitt að fara ógætilega með skæri. Í æsku langaði okkur systur mína óskaplega mikið að eiga kött, litla mjúka kisu sem við gætum klappað á síðkvöldum og látið elta heimatilbúna snærisspotta. Þegar formlegt suð hófst í mömmu um að láta þessa ósk okkar rætast sagðist hún svo gjarnan vera til í að gefa okkur kött. Það væri bara því miður ekki mögulegt, því hún væri með bráðaofnæmi fyrir köttum. Suðið snarhætti og við systur táruðumst í hljóði yfir aumingja mömmu og ofnæminu hennar. Nú eru það eflaust ekki bara beittustu hnífarnir í skúffunni sem hafa áttað sig á því að mömmu plagar hreint ekki neitt nema vöntun á löngun til að eignast kött. Ofnæmislaus er hún með öllu, það kom í ljós löngu síðar. Við uppalendur sem hyggjumst feta svipaðar brautir og móðir mín til að losna undan suði um gæludýr hef ég þetta að segja; öll svik koma upp um síðir.?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun