Lífið

Féll 500 metra og lifði af - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Hún er ansi brött fjallshlíðin.
Hún er ansi brött fjallshlíðin.
Skíðakappinn Ian McIntosh lifði af nærri því lóðrétt 500 metra fall. Hann var við tökur á myndbandi fyrir Teton Gravity Research íþróttavörufyrirtækið í Neacolafjöllunum í Alaska þegar hann féll. Stofnandi TGR segir þetta vera eitt hræðilegasta atvik sem hann hefur séð.

McIntosh hafði farið áður niður fjallshlíðina og taldi sig þekkja hana ágætlega. Hins vegar féll hann ofan í skurð, skömmu eftir að hafa stokkið úr þyrlu við topp fjallsins.

„Þaðan tók fallið við og það var ekki nokkur leið að stoppa,“ segir McIntosh á heimasíðu TGR.

Hann féll nærri því 500 metra niður á innan við mínútu. Eftir það tókst honum að standa upp og hann gekk í burtu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×