Lífið

Klifraði upp Eiffel turninn án öryggisbúnaðar - Myndbandið ekki fyrir lofthrædda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegar myndir.
Rosalegar myndir. vísir
Bretinn James Kingston klifraði á dögunum upp Eiffel turninn í París og það án alls öryggisbúnaðar.

Turninn er 300 metra hár og er einkennistákn Parísar-borgar. Kingston laumaði sér upp turninn og tók það vissulega allt upp á myndband. Stranglega bannað er að klifra upp Eiffel turninn en klifurgarpur eins og Kingston lætur ekki segja sér fyrir verkum.

Á dögunum fór hann einnig upp á Wembley-völlinn í London og vakti það nokkra athygli. Hér að neðan má sjá ferð Kingston upp turninn en myndbandið er alls ekki fyrir lofthrædda. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×