Lífið

Nýtir föndrið til endurvinnslu

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Marsibil hefur gaman af því að föndra úr óhefðbundnum efniviði.
Marsibil hefur gaman af því að föndra úr óhefðbundnum efniviði. Mynd/MarsibilBrák
„Ef það glitrar þá set ég það inn í skáp og geymi, ég er svolítill krummi. Svo seinna bý ég eitthvað til úr því,“ segir Marsibil Brák Vignisdóttir, áhugakona um föndur og endurvinnslu.

Eftir jólin ákvað hún að endurnýta jólakortin og bjó til jólakúlu úr kortunum, sem annars hefðu endað í kassa í geymslunni eða jafnvel ruslinu. „Ég er svolítið alltaf að föndra úr hlutum sem eru þegar til og endurnýta þá.“

Þetta er þó í fyrsta skipti sem Marsibil föndrar úr jólakortum en hugmyndina fékk hún úr YouTube-myndbandi. „Hugsaðu þér allar kúlurnar sem hefðu getað orðið til,“ segir hún hlæjandi.

Í fyrra var áramótaheitið hennar að endurvinna meira og er jólakúlan í takt við heitið.

Marsibil hefur í gegnum tíðina föndrað ýmislegt sniðugt úr afgöngum og dóti sem hjá mörgum myndu enda í ruslinu.

Hún planar þó verkefnin ekki langt fram í tímann. Núna er hún samt með eitt verkefni í vinnslu fyrir næsta vor. „Ég er að undirbúa fermingarveislu og er að gera skraut úr blaðsíðunum úr gamalli bók, það er svona það sem ég er að fikta aðeins í núna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×