Lífið

Eiður Smári nefndi dóttur sína í höfuðið á mömmu: „Ég er auðvitað bara í skýjunum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Það er búið að nefna hana Ólöfu Talíu,“ segir Ólöf Einarsdóttir, móðir Eiðs Smára Guðjohnsen, en hann og Ragnhildur Sveinsdóttir eignuðust sitt fjórða barn 1. apríl síðastliðinn. Þá kom stúlka í heiminn en fyrir eiga þau þrjá drengi.

Amman var að vonum stolt af litlu stúlkunni og nöfnu sinni. Ólöf var gestur í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun.

„Ég er auðvitað bara í skýjunum, þetta er bara yndislegt allt saman. Þetta eru alveg ótrúlega fallegir drengir og falleg stúlku,“ segir hún um barnabörnin.

Arnór (til vinstri), Eiður Smári og Ragnhildur dást að Daníel Tristan skömmu eftir fæðingu hans í mars 2006. - VÍSIR/GVA
„Þau standa sig vel í öllu sem þau taka sér fyrir hendur. Þau eru öll með báðar fætur á jörðinni og hafa fengið þannig uppeldi.“

Eiður Smári og Ragnhildur Sveinsdóttir eiga fyrir synina Sveinn Aron, Andra Lucas og Daníel Tristan. Sveinn Aron er fastamaður í 17 ára landsliði Íslands og Andri Lucas var í sigurliði HK á N1 mótinu á Akureyri síðasta sumar.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Ólöfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×